Bæjarráð leggur til lækkun fasteignaskatts
hus_midbaer_bo
Vestmannaeyjabær. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til við bæjarstjórn að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á næsta ári úr 0,235% í 0,225%. Jafnframt verði hlutfallið óbreytt á opinberar stofnanir, 1,320%, en fasteignaskattur á annað húsnæði, þar á meðal atvinnuhúsnæði, lækki úr 1,325% í 1,315%.

Með þessari breytingu er stefnt að því að draga áfram úr áhrifum hækkunar fasteignamats á íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum, líkt og gert hefur verið undanfarin ár, segir m.a. í bókun ráðsins.

Á fundi bæjarráðs var jafnframt farið yfir vinnu sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur á bæjarskrifstofum við að greina áhrif breytinga á álagningarprósentu fasteignaskatts á tekjur bæjarsjóðs. Bæjarstjóri kynnti þar helstu niðurstöður og þá tillögu sem nú liggur fyrir.

Kom fram að árlega sé gerð endurálagning fasteignaskatts í júní á alla flokka (A, B og C). Þá er afsláttur af fasteignagjöldum einstaklinga endurreiknaður miðað við skattframtal fyrra árs. Þetta er breytt verklag, þar sem nú er álagningin endurmetin hjá öllum eigendum fasteigna en áður aðeins hjá þeim sem þess óskuðu.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.