Á KA sjens?
Theódór Sigurbjörnsson kominn í gegn.

Á sunnudaginn nk., þann 5. október kl. 14:45 (dálítið undarlegur tími, hvers vegna ekki 14:47), mun ÍBV B taka á móti KA í Powerade bikarkeppninni í gamla salnum.

Í liði ÍBV B er valinn maður í hverju rúmi, margir hoknir af reynslu með stórt bikarsafn á bakinu. Má þar nefna Teddi, Sigurbergur, Grétar Þór, Fannar svo að nokkrir séu nefndir. Þá er ekki útséð með að enn eigi eftir að bætast við. Gabríel verður á sínum stað þannig að ekki er útilokað að einhver hraðaupphlaup dúkki upp hjá ÍBV. Þá verða þeir Björn Viðar og Hjörvar í markinu, samt ekki báðir í einu, sem væri betra.

Menn spyrja hvers vegna ekki Addi Pé. Það er vegna þess að hann er landsliðsþjálfari kvenna og margir í KA liðinu eru hálfgerðar kellingar og gæti þess vegna verið um hagsmunaárekstur að ræða.

Endilega allir að fjölmenna á leikinn, hvort sem þú ert A eða B týpa, það skiptir ekki máli þó þetta sé B liðið. Fyllum húsið og hvítu riddarnir mæta.

 

Stjórnin

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.