"Versta veðrið gengur yfir í kvöld"

Fátt hefur verið fjallað um í fjölmiðlum undanfarin sólarhring en veðurspár og ofsaveður. Okkur fannst því tilvalið að heyra í Arnóri Arnórssyni formanni björgunarfélags Vestmannaeyja hvort einhver sérstakur undirbúningur væri fyrir þessu veðri. „Ég er svo sem alveg rólegur, verstu spár gera ráð fyrir því að vindur gæti farið í 30 m/s um níu leitið í kvöld. Þetta er norðan átt og hef það heldur sér þá erum við í ágætis málum ef þetta verður norð-vestan þá gæti það orðið verra. Við erum alltaf klár.“ Arnór vildi brýna fyrir fólki að ef það telur sig þurfa á aðstoð að halda að hafa samband við 112. „Svo er það bara gamla tuggan að huga að lausamunum og jólaskrauti úti við,“ sagði Arnór að lokum.

Lögreglan í Vestmannaeyjum sendi svo rétt í þessu frá sér eftirfarandi tilkynningu

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á að byrja að bæta í vind í Vestmannaeyjum upp úr kl. 15.00 í dag með norðvestan roki. Meðalvindur verður 26 til 28 m/s. Hviður gætu náð allt að 40 m/s. Ekki er spáð úrkomu með þessu hvassviðri. Eins og Eyjamenn þekkja er hvöss norðvestanátt mjög slæm hér og er því full ástæða til að taka þessu alvarlega og beinir því lögreglan því til íbúa, eigendum báta og skipa, verktökum og öðrum sem eiga hagsmuna að gæta að huga að lausamunum og öðru því sem gæti fokið. Þá eru foreldrar beðnir að láta börn vera ekki útivið meðan versta veðrið gengur yfir. Viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum hafa verið í samráði og hafa undirbúið sig fyrir komandi veður. Þurfi fólk aðstoð að halda er bent á að hafa samband við 112.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.