Miðflokkurinn íhugar framboð í Eyjum
Mikill áhugi meðal Eyjamanna, segir oddviti flokksins í Suðurkjördæmi
Karl Gauti Hjaltason fyrir framan Ráðhúsið í Eyjum. Mynd/samsett.

Miðflokkurinn hefur það til skoðunar að bjóða fram lista í Vestmannaeyjum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í samtali Eyjafrétta við Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Að sögn Karls Gauta finna forráðamenn flokksins fyrir miklum áhuga víða um land á því að Miðflokkurinn bjóði fram á fleiri stöðum en áður og segir hann að hið sama eigi við um Vestmannaeyjar. „Við skynjum greinilega að það er áhugi á því að flokkurinn bjóði fram í Vestmannaeyjum,“ segir Karl Gauti.

Hann greinir jafnframt frá því að stefnt sé að opnum fundi í Eyjum í janúar. Þar er gert ráð fyrir að Snorri Másson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði með honum, auk ungliðum flokksins. Á fundinum yrðu framboðsmál væntanlega rædd nánar.

Karl Gauti bendir á að undanfarna mánuði hafi verið haldnir fjölmargir slíkir fundir víða um land, meðal annars á Selfossi, Akureyri og Akranesi, og hafi þeir verið feiknavel sóttir. Fundur í Vestmannaeyjum yrði liður í að kanna hvort nægur áhugi, stuðningur og mannskapur sé til staðar til framboðs í bænum.

Miðflokkurinn hefur á undanförnum misserum verið að bæta stöðugt við sig fylgi á landsvísu. Samkvæmt nýjustu könnunum mælist flokkurinn sérstaklega sterkur í Suðurkjördæmi, þar sem hann mælist stærstur, sem gefur forystu flokksins aukið sjálfstraust til að skoða frekari þátttöku í sveitarstjórnarmálum.

Hvort af framboði verði í Vestmannaeyjum mun ráðast á næstu mánuðum, en fundurinn í janúar gæti reynst lykilskref í þeirri ákvörðun.

Miðflokkurinn með 30,8% í Suðurkjördæmi

Nýjustu fréttir

Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.