Jólahús Vestmannaeyja árið 2025 er að Búhamri 64. Lionsmenn afhentu viðurkenningu núna áðan, en það er Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við HS Veitur sem stendur að vali á Jólahúsinu ár hvert.
Formaður Lionsklúbbs Vestmannaeyja, Sævar Þórsson, afhenti viðurkenninguna ásamt 30.000 króna inneign hjá HS Veitum til eigenda hússins, hjónanna Bjarna Sigurðssonar og Kristjönu Margrétar Harðardóttur.
Húsið vakti athygli fyrir fallegar og metnaðarfullar jólaskreytingar sem lýsa vel upp nærumhverfið og stuðla að jólastemningu í bænum. Hér að neðan má sjá myndir af Jólahúsi Vestmannaeyja.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst