Bandaríska knattspyrnukonan Avery Mae Vander Ven hefur framlengt samning sinn við ÍBV og mun leika með liðinu í Bestu deildinni á næsta ári. ÍBV greindi frá þessu á Instagram síðu sinni.
Avery er 23 ára gömul og var fyrirliði ÍBV í sumar þegar liðið vann Lengjudeild kvenna með yfirburðum. Hún lék í hjarta varnarinnar og átti stóran þátt frábæru gengi Eyjakvenna. Hún lék alla 18 leiki liðsins í deildinni og skoraði í þeim tvö mörk. Þá lék hún fjóra leik í Mjólkurbikarnum og skoraði eitt mark.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst