Heildarfjárfestingar ársins hækka um 98 milljónir
DCIM100MEDIAYUN00052.jpg
\DCIM\100MEDIA\YUN00052.jpg

Á fundi bæjarráðs í hádeginu í gær 17. desember var tekin fyrir viðauki við fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2019. Samkvæmt viðaukanum eykst heildarfjárfesting samstæðu Vestmannaeyjabæjar um 98 m.kr. Á árinu 2019 samþykkti bæjarráð og framkvæmda- og hafnarráð nýjar fjárfestingar og framkvæmdir fyrir alls 108,5 m.kr., þar af 55 m.kr. til viðgerða á þaki Íþróttamiðstöðvar og 40 m.kr til viðgerða á stálþili á Friðarhafnarkanti. Vegna tilfærslna milli fjárfestingarverkefna hjá samstæðu Vestmannaeyjabæjar nægir að hækka heildarfjárfestingar ársins um 98 m.kr.
Í rekstri B-hluta samstæðu Vestmannaeyjabæjar er viðauki sem er tilkominn vegna þess að rekstur Náttúrustofu Suðurlands fór yfir til Vestmannaeyjabæjar á árinu 2019. Rekstrarafgangur Náttúrustofunnar eykur afkomu samstæðunar um tæpar 4,9 m.kr. frá upphaflegri áætlun. Ennfremur eru gerðar leiðréttingar á tekju- og gjaldamillifærslum á milli stofnana bæjarins en þær hafa engin áhrif á rekstrarafgang bæjarsjóðs.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.