Aðalskipulagsbreyting á Skanshöfða staðfest
Framkvæmdarleyfi næsta skref í uppbyggingu hótels og baðlóns
Mynd Baðlón Og Hótel á Skanshöfða
Nýtt deiliskipulag Skans og Skanshöfða gerir grein fyrir mannvirkjum og ákvæðum fyrirhugaðrar uppbyggingar á Skanshöfða sem felur í sér byggingu 4 hæða hótels með allt að 90 herbergjum og allt að 1.500 m2 baðlóns fyrir allt að 125 gesti ásamt veitingarstað.

Tryggvi Már Sæmundsson

tryggvi@eyjar.net

Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyjar fyrir Skanshöfða. Með staðfestingunni er mikilvægt skref stigið í átt að fyrirhugaðri uppbyggingu hótels, baðlóns og veitingastaðar á höfðanum.

Hótel, baðlón og veitingastaður

Skanshöfði er staðsettur í hraunjaðri sem myndaðist í Heimaeyjargosinu árið 1973 og liggur við Skansinn. Svæðið er vinsæll áningarstaður, enda er þaðan víðáttumikið útsýni yfir innsiglinguna til Vestmannaeyja, Heimaklett, sjókví mjaldranna og til norðausturs í átt að Landeyjahöfn. Á björtum dögum blasir einnig Eyjafjallajökull við.

Breyting á aðalskipulagi felur í sér nýja stefnu um landnotkun á Skanshöfða. Samkvæmt skipulaginu er gert ráð fyrir 4 hæða hóteli með allt að 90 herbergjum á austanverðum höfðanum, Baðlóni allt að 1.500 fermetrum að stærð, fyrir allt að 125 gesti á vestanverðum höfðanum og veitingastað við baðlónið sem rúmar allt að 50 gesti. Markmiðið er að skapa aðlaðandi áfangastað með sterka tengingu við náttúru og sögu svæðisins.

Viljayfirlýsing undirrituð 2020

Vestmannaeyjabær og Lavaspring Vestmannaeyjar ehf. skrifuðu undir viljayfirlýsingu þann 16. desember 2020 þar sem fram kom gagnkvæmur áhugi á uppbyggingu hótels og baðlóns á Skanshöfða. Þar er lögð áhersla á að verkefnið styrki ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og byggi á sérstöðu svæðisins.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 16. ágúst 2021 að auglýsa sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir Skansinn og Skanshöfða. Samhliða var unnið umhverfismat, sem náði bæði til aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulagsins.

Með staðfestingu Skipulagsstofnunar er aðalskipulagsbreytingin nú formlega í gildi. Næsta skref er að sækja um framkvæmdarleyfi, áður en hægt verður að hefja framkvæmdir á svæðinu.

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.