Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja átti fund með Jóhanni Páli Jóhannssyni, orkumálaráðherra nýverið þar sem farið var yfir hækkun flutningskostnaðar raforku til Eyja, áhrif á orkuskipti og stöðu húshitunarkostnaðar. Unnið er að endurskoðun gjaldskrár og lagabreytingum sem geta haft veruleg áhrif fyrir heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum.
Á fundinum var staðan varðandi hækkun flutningskostnaðar í tengslum við rafstrengina VM4 og VM5 til umfjöllunar. Ráðherra og bæjaryfirvöld eru sammála um mikilvægi þess að gjaldskrá raforkuflutninga þróist með fyrirsjáanlegum hætti og að hún grafi hvorki undan orkuskiptum né samkeppnishæfni.
Í því skyni hefur ráðherra hrundið af stað vinnu með óháðum sérfræðingum og raforkueftirlitinu sem miðar að því að skerpa á þessu. Unnið er að endurskoðun á tekjumörkum Landsnets, sem gjaldskrá raforkuflutninga byggir á. Þetta segir í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja.
Þar segir jafnframt að ánægjulegt sé að tekin hefur verið ákvörðun um að Herjólfur muni hlaða að nýju í heimahöfn. Ákvörðunin byggir bæði á umhverfissjónarmiðum og þeirri vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun forsendna gjaldskrár.
Þá hefur ráðuneytið samþykkt auka niðurgreiðslur samhliða hækkun gjaldskrár hjá HS Veitum um áramót vegna húshitunarkostnaðar í Vestmannaeyjum. Niðurgreiðslan verður í samræmi við hækkunina.
Unnið er að undirbúningi lagabreytinga í ráðuneytinu sem miða að því að jafna flutnings- og dreifikostnað raforku um allt land. Um er að ræða verulegt hagsmunamál fyrir heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Vonast er til þess að frumvarp þessa efnis verði lagt fram á vorþingi.
Í niðurstöðu bæjarráðs þakkar ráðið bæjarstjóra fyrir upplýsingarnar og mun fylgja málinu eftir.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.