Bæjarstjórnarfundur í beinni
Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja í ræðustólnum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur

Í dag, klukkan 14:00, fer 1622. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fram í Ráðhúsinu og verður fundinum streymt í beinni útsendingu.

Á dagskrá eru fjölmörg veigamikil mál sem varða framtíð bæjarins, þar á meðal samgöngumál, samningur um Herjólf, íbúakosning um þróunarsvæðið M2 og þjóðlendukröfur íslenska ríkisins í Vestmannaeyjum. Einnig verður fjallað um breytingar á bæjarmálasamþykkt, mögulega fýsileikakönnun á byggingu sjúkrasundlaugar og fyrirhugaða opinbera heimsókn forseta Íslands.

Þá liggja fyrir fjölmargar fundargerðir ráða og nefnda, meðal annars um skipulagsmál, gjaldskrár, orkumál og dagvistunarmál. Alla dagskrá fundarins má sjá hér fyrir neðan útsendingargluggann.

Dagskrá:

Almenn erindi
1.   201212068 – Umræða um samgöngumál
2.   201906047 – Breytingar á bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar
-Seinni umræða-
3.   202601039 – Íbúakosning 2026 um þróunarsvæðið M2
4.   202511153 – Samningur um Herjólf
5.   202402026 – Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins-Vestmannaeyjar
6.   202511143 – Opinber heimsókn forseta Íslands
7.   202601094 – Tillaga um fýsileikakönnun á byggingu sjúkrasundlaugar
Fundargerðir
8.   202511010F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 431
Liður 8.1, Vesturvegur 25 – Umsókn um breytingu á deiliskipulagi, liggur fyrir til staðfestingar. Um er að ræða staðfestingu á tillögu um breytt deiliskipulag.

Liðir 8.2-8.6 liggja fyrir til upplýsinga.

9.   202512001F – Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja – 323
Liður 9.1, Reglur um skammtímadvöl fyrir fötluð börn, liggur fyrir til staðfestingar.

Liðir 9.2-9.4 liggja fyrir til upplýsinga.

10.   202512004F – Fræðsluráð Vestmannaeyja – 401
Liður 10.4, Innritunar- og innheimtureglur leikskóla Vestmannaeyjabæjar, liggur fyrir til staðfestingar.

Liðir 10.1-10.3 og 10.5-10.6 liggja fyrir til uplýsinga.

11.   202512002F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja – 329
Liður 11.3, Framkvæmdir og sérsamþykkir – 2026, liggur fyrir til umræðu.

Liður 11.5, Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og móttökustöð – 2026, liggur fyrir til staðfestingar.

Liður 11.6, Gjaldskrá Slökkviliðs Vestmannaeyja, liggur fyrir til staðfestingar.

Liður 11.7, Hásteinsvöllur – Flóðlýsing, liggur fyrir til umræðu.

Liðir 11.1-11.2, 11.4 og 11.8 liggja fyrir til upplýsinga.

12.   202512005F – Bæjarráð Vestmannaeyja – 3250
Liður 12.4, Tjón á neysluvatnslögn NSL3, liggur fyrir til umræðu.

Liðir 12.1-12.3 og 12.5-12.12 liggja fyrir til upplýsinga.

13.   202512006F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 432
Liðir 13.1-13.7 liggja fyrir til upplýsinga.
14.   202601003F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 433
Liður 14.2, Deiliskipulag við Rauðagerði, liggur fyrir til staðfestingar. Um er að ræða auglýsingu á tillögu að breyttu skipulagi.

Liðir 14.1 og 14.3-14.7 liggja fyrir til upplýsinga.

15.   202601002F – Bæjarráð Vestmannaeyja – 3251
Liður 15.2, Orkumál, liggur fyrir til umræðu.

Liður 15.4, Gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar árið 2026, liggur fyrir til staðfestingar.

Liður 15.5, Almannavarnalögn NSL4, liggur fyrir til umræðu.

Liður 15.8, Auglýsing vegna uppbyggingar og reksturs heisluræktar við Íþróttamiðstöð Vm., liggur fyrir til umræðu.

Liður 15.10, Skipulag nefnda og ráða, liggur fyrir til umræðu og staðfestingar.

Liður 15.15, Málstefna, liggur fyrir til staðfestingar.

Liðir 15.1, 15.3, 15.6-15.7, 15.9, 15.11-15.14 og 15.6-15.21 liggja fyrir til upplýsinga.

16.   202601004F – Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja – 324
Liðir 16.1-16.4 liggja fyrir til upplýsinga.
17.   202601005F – Fræðsluráð Vestmannaeyja – 402
Liður 17.1, Opið bréf varðandi dagvistunarmál, liggur fyrir til umræðu.

Liður 17.2, Heimgreiðslur, liggur fyrir til umræðu.

Liðir 17.3-17.6 liggja fyrir til upplýsinga.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.