Í gær lést móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangaamma, Þórunn Pálsdóttir frá Þingholti í Vestmannaeyjum á 98. aldursári. Síðustu árin var hún á Hraunbúðum þar sem hún naut góðrar aðhlynningar. Eiginmaður Þórunnar, Grétar Þorgilsson lést þann 31. maí árið 2020.
Á meðan heilsan leyfði var hún virk í starfi Oddfellow, fór hún í sund á hverjum degi, stundaði leikfimi, hélt heimili án allrar aðstoðar fyrir sig og hann Grétar sinn en þau voru saman í rúm 70 ár. Börnin urðu sex.
Fjölskyldan.