Í kvöld keppir Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum á móti framhaldsskóla Vesturlands í fyrstu umferð Spurningakeppni framhaldsskólanna. Þau hefja leik klukkan 19:30 og er keppnin í beinni útsendingu á RÚV núll – ruv.is/null. Lið FIV skipa þau Sigurlás Máni Hafsteinsson, Rúnar Gauti Gunnarsson og Erika Ýr Ómarsdóttir.
Keppnin hófst í gærkvöldi með fimm viðureignum. Spyrill er Kristjana Arnarsdóttir, dómarar og spurningahöfundar eru þau Ingileif Friðriksdóttir og Vilhelm Anton Jónsson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst