Hugleiðingar í miðjum heimsfaraldri
31. mars, 2020

 

Óvissa og hraðar breytingar eru eru líklegar til að valda okkur óöryggi og ótta. Stöðugur fréttaflutningur og öflugt viðbragð stjórnvalda víða um heim fer ekki fram hjá neinum og styður hugmyndir um að alvara sé á ferð. Eðlilega skynjum við aukna spennu og varkárni en það hjálpar að búa við traust almannavarnakerfi og hafa aðgang að réttum og ört uppfærðum upplýsingum. Þó við almennt sýnum yfirvegun og skynsemi í hugsun er hegðun okkar flestra að nokkru breytt. Mörg stöndum við okkur að því að heyra oftar í fólkinu okkar en vanalega og versla lítillega meira í matinn. Við finnum mikinn mun á félagslegri virkni þar sem ekki er ráðlagt að drekka kaffibolla með samstarfsfólki, hitta vini eða hópast í ræktina. Allt hlutir sem almennt reynast góð vörn við streitu. Heilbrigðisstarfsfólk finnur sérstaklega til ábyrgðar í þessu viðkvæma ástandi auk þess að standa undir auknu álagi og breyttu starfsfyrirkomulagi. Þess vegna er mikilvægt að við hugum vel að okkur, gætum að hvíld og virðum eigin mörk.

Eins og fram hefur komið er mikilvægt að halda áfram daglegu lífi eins og kostur er. Við þurfum að fylgja ráðleggingum og fyrirmælum stjórnvalda, aðlaga okkar rútínu en ekki breyta venjum að óþörfu. Við ættum að einbeita okkur að hlutum sem við höfum stjórn á eins og að sækja í nærandi samskipti, sinna daglegum störfum og hugsa vel um okkur frekar en að velta okkur upp úr því við ráðum ekki við. Gott er að ræða upplifun sína við aðra en gæta þess að aðrir jákvæðari hlutir komist einnig að. Við ættum að minna okkur á að faraldurinn og allt sem honum fylgir er tímabundið ástand sem við munum hjálpast að við að fara í gegnum.

Það sem við ættum að forðast er óþarfa öryggishegðun eins og að hamstra vörur, sniðganga aðstæður að óþörfu eða endurræsa fréttamiðla í sífelldu. Óþarfa varkárni getur ýkt upplifun okkar af mögulegri ógn og valdið aukinni vanlíðan. Ég mæli einnig með því að forðast upplýsingaveitur þar sem alið er á tortryggni, samsæriskenningum og hörmungarhyggju. Höldum okkur frekar við staðreyndir og því sem er að gerast núna frekar en það sem mögulega gæti gerst síðar. Undir álagi erum við líkleg til að hafa stuttan þráð og bregðast harklegra við miðað við aðstæður. Við erum einnig líklegri til að yfirsjást hluti, gleyma og gera mistök. Reynum að taka því ekki of alvarlega, sýnum tillit og hlýju og minnum hvort annað á að þetta eru einfaldlega aðstæður sem við ráðum ekki við. Göngum út frá því að við séum öll í sama liði og allir séu að reyna sitt besta. Almennt óttumst við frekar að verða til þess að smita aðra heldur en að veikjast sjálf. Enginn vill vera valdur að sóttkví eða einangrun annarra og sérstaklega ekki hjá viðkvæmum einstaklingum. Það hefur hins vegar þegar gerst og mun að líkum gerast áfram þrátt fyrir alla varkárni og þá er mikilvægt að sýna mögulegum smitbera umburðarlyndi, skilning og stuðning.

Með jákvæðni að vopni má sjá tækifæri í flestum aðstæðum. Faraldurinn er veruleg áskorun sem gefur okkur margt til að læra af. Hann hefur einnig neitt okkur til að staldra við, hægja á okkur og færa athygli nær því sem raunverulega skiptir máli. Mér skilst að nú þegar hafi dregið verulega úr mengun í heiminum, börn fá aukinn tíma með foreldrum og sumir vilja spá aukinni fæðingartíðni í lok árs. Við munum örugglega kunna betur að meta það frelsi sem felst í því að ferðast óhindrað milli landa, heimsækja ættingja eða spjalla á kaffistofum auk þess sem við verðum mun færari í tæknimálum. Ef við lendum í sóttkví er hægt að takast á við geymsluna, flokka myndir í símanum, klára jólabókina, endurnýja lagalistann eða vinna upp Netflix áhorfið án samviskubits. Ef við horfum aðeins lengra fram í tímann þá munum við eiga minningar frá þessum merkilegu tímum sem eru nú þegar komnir á spjald sögunnar.

 

Thelma Gunnarsdóttir

Forstöðusálfræðingur HSU

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst