Engin kórónaveirusmit hafa greinst í landvinnslu VSV, skipum, erlendum sölufyrirtækjum eða í Grupeixe saltfiskfyrirtæki VSV í Portúgal. Tveir sjómenn greindust með smit en annar var í fríi og hinn í sóttkví og aðrir í áhöfn voru því ekki í smithættu. Smit greindist í dótturfélagi VSV, Hafnareyri, og þar fóru því nokkrir starfsmenn í sóttkví.
Starfsfólk HSU í Vestmannaeyjum, í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, skimaði eftir kórónaveiru hjá áhöfnum Breka VE og Ísleifs VE á miðvikudaginn var. Öll sýni reyndust neikvæð. Ísleifur heldur til kolmunnaveiða strax eftir páska og í lok veiðiferðar verður skipt um áhöfn og skimað eftir veiru áður en lagt verður upp til veiða á nýja leik.
Íslensk erfðagreining skimaði eftir veiru hjá áhöfnum Brynjólfs VE og Drangavíkur VE í gær, föstudaginn langa, og snýr sér að áhöfn Kap II á öðrum degi páska.
„Sóttvarnaráðstafanir Vinnslustöðvarinnar hafa skilað miklum árangri. Við erum afar þakklát öllu starfsfólkinu til sjós og lands fyrir að hafa lagst á árar með okkur, tileinkað sér og virt takmarkanir og reglur á vinnustöðum og utan vinnu.
Þetta gengur vonum framar á 300 manna vinnustað, ég hef fjöldann hreinu því við dreifðum 300 súkkulaðieggjum á línuna fyrir páskana!
Fólk fer einfaldlega varlega og verður að halda vöku sinni áfram. Hættan er engan veginn liðin hjá og við störfum í samfélagi þar sem faraldurinn hefur dreift sér hratt á skömmum tíma.
Þetta tekur á en samheldnin í fyrirtækinu er mikil og aðdáunarverð. Hér er unnið á fullum krafti í fiski í dag (laugardag 11. apríl) og undanfarna daga hefur hvert framleiðslumetið verið slegið í saltfiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar. Það er reyndar alveg makalaust í miðjum ótrúlega skæðum veirufaraldri.“
Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs, var útnefnd „generáll“ í baráttunni við kórónaveiruna á vettvangi VSV. Hún ræddi upphaflega við sóttvarnalækni Suðurlands til undirbúnings viðbragðsáætlun í fyrirtækinu og þegar fyrsta smit greindist í Eyjum var áætlunin virkjuð.
„Við skiptum fólki í hópa í landvinnslunni og mæltum fyrir um að hópaskiptingin gilti jafnt á vinnusvæðum sem í skiptirýmum, á kaffistofum og snyrtingum. Kröfur um hreinlæti og þrif voru hertar stórlega alls staðar og handrið, hurðarhúnar, salerni, kaffiborð og fleiri snertifletir sótthreinsaðir reglulega.
Aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum setti strangari takmarkanir en giltu á fastalandinu til að bregðast við skjótri útbreiðslu faraldursins hér. Áður en samkomutakmarkanir voru færðar úr 100 manns niður í 20 víðast annars staðar voru þær færðar niður í 10 manns í Eyjum. Við þurftum að endurskoða hópaskiptinguna í samræmi við þetta til að fækka þeim sem yrðu í hættu ef einhver greindist með smit.
Við létum vita af því að starfsmenn, sem teldu sig vera í sérstakri áhættu af einhverjum ástæðum, gætu verið heima og haldið launum á meðan. Um 20 manns gáfu sig fram en helmingur þeirra er kominn til starfa á ný. Það sýnir að starfsfólkið hefur fulla trú á og treystir því að sóttvarnarráðstafanir okkar séu öflugar og árangursríkar.
Ég leyfi mér að segja að fólk sé í öruggara umhverfi gagnvart veirusmiti hér í vinnunni en annars staðar. Við bendum fólki á að passa sig utan vinnu, umgangast einungis nánustu fjölskyldu og gæta sig vel úti í búð.
Áhafnir skipanna fengu leiðbeiningar og sérstaka sóttvarnakassa um borð. Einn skipverji okkar veiktist á sjó og skipstjórinn fékk leiðbeiningar frá Landhelgisgæslunni og aðgerðastjórn í Eyjum hvað bæri að gera. Viðbrögðin um borð voru fullkomlega rétt. Í ljós kom að skipverjinn var með venjulega flensu en verklagið okkar virkaði óaðfinnanlega.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.