Hafdís Ástþórsdóttir opnaði hársnyrtistofuna Dízo árið 2008. Ásta Jóna Jónsdóttir kom inn sem helmingseigandi á móti Hafdísi árið 2010 og hafa þær rekið stofuna undir formerkjum Dízo allar götur síðan.
Undanfarið höfum við unnið að mörgum breytingum á stofunni og það gleður okkur segja frá að elsku Ásta Hrönn Guðmannsdóttir sem nú er búin að vinna hjá okkur í 9 ár er að koma inn sem meðeigandi inn í félagið og í tilefni þess ætlum við að breyta nafni stofunnar í SJAMPÓ.
Við erum rosalega spenntar að taka á móti okkar dyggu kúnnum strax á mánudag og lýtum björtum augum inn í framtíðina!
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.