150 sóttu um 30 sumarstörf hjá VSV

Áður tíðkaðist að nán­ast all­ir sem sóttu um sum­arstarf hjá Vinnslu­stöðinni í Vest­manna­eyj­um fengju vinnu og hef­ur þurft að sækja mann­skap til þess að upp­fylla þörf fyr­ir­tæk­is­ins. Þessi staða hef­ur held­ur bet­ur breyst og sóttu nú 150 ein­stak­ling­ar um sum­arstarf hjá Vinnslu­stöðinni, en aðeins 30 voru ráðnir til starfa, seg­ir í svari Lilju Bjarg­ar Arn­gríms­dótt­ur, yf­ir­manns starfs­manna­mála fyr­ir­tæk­is­ins, við fyr­ir­spurn 200 mílna.

Vinnslu­stöðin aug­lýsti til um­sókn­ar sum­arstörf fyr­ir páska og rann frest­ur­inn út 27. apríl. „Af reynslu fyrri ára þá var ákveðið að aug­lýsa eft­ir um­sókn­um svo við gæt­um bet­ur áttað okk­ur á því hvernig við gæt­um mannað vinnsl­una ef ekki fengj­ust næg­ar um­sókn­ir í tíma. Und­an­far­in ár má segja að all­ir þeir sem hafi sótt um hafi fengið hjá okk­ur vinnu,“ seg­ir Lilja Björg.

Færri stöður vegna óvissu

Þá var óskað eft­ir því að starfs­menn myndu leggja fram sum­ar­leyf­isósk­ir sem hún seg­ir vana­lega vera all­marg­ar, en það sé ekki til­fellið í ár og því hafi verið ráðið í færri stöður en und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum.

„Ástandið í heim­in­um ger­ir það hins veg­ar að verk­um að fólk get­ur illa skipu­lagt sín sum­ar­frí. […] Við erum með marga starfs­menn sem eru af er­lend­um upp­runa og fara marg­ir til sinna heimalanda hluta úr sumri. Nú horf­ir hins veg­ar svo til að þeir hafa ekki tök á að skipu­leggja nein ferðalög og því bár­ust fáar sum­ar­leyf­isósk­ir þegar óskað var eft­ir þeim,“ út­skýr­ir Lilja Björg. Þá hafi einnig haft áhrif að breyta hafi þurft starf­semi vinnsl­unn­ar til þess að aðlaga fram­leiðsluna að aðstæðum.

„Í ár feng­um við yfir 150 starfs­um­sókn­ir um sum­ar­vinnu en aðeins voru ráðnir inn um 30 sum­ar­starfs­menn og voru þeir all­ir ráðnir á vakt­ir í upp­sjáv­ar­vinnsl­una. Und­an­far­in 2-3 ár hafa þetta verið um 40-50 starfs­menn sem við höf­um ráðið inn á sumr­in og eins og áður seg­ir hafa nær all­ir fengið vinnu sem sótt hafa um og oft höf­um við þurft að sækja mann­skap þar sem um­sókn­ir dekkuðu ekki þörf­ina hjá okk­ur sér­stak­lega áður en við tók­um nýtt upp­sjáv­ar­frysti­hús í gagnið.“

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.