Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í gær beiðni Ísfélags Vestmannaeyja um leyfi til að koma fyrir bronsstyttu af Ása í Bæ við flotbryggjurnar á Smábátasvæði. Í umsókninni kemur fram að um er að ræða styttu í raunstærð sem sitja mun á steini og verða lýst upp (með gamaldags ljósastaur eða með öðrum hætti). Ási í Bæ (Ástgeir Kristinn Ólafsson) var skáld, veiðimaður, tónlistarmaður og einn af fremstu listamönnum Vestmannaeyja. Hann fæddist í Eyjum 27. febrúar 1914 og lést 1. maí 1985.

Höggmyndina gerði Eyjamaðurinn Áki Grånz að beiðni Árna Johnsen. Ísfélagið annaðist
uppsteypu verksins í kopar. Bronzstyttan er væntanleg til landsins í lok maí. Bekkur verður staðsettur við styttuna ásamt einhvers konar hljóðkerfi sem spila mun lög Ása.