Myllumenn létu Þjóðhátíðarskort ekkert á sig fá og vígðu fallegasta mannvirkið í dalnum að þeirra sögn við hátíðlega athöfn í gærkvöldi.
Myllan var gangsett og Jóhann Pétursson hélt samkvæmt venju ræðu þar sem skotið var nokkrum lauf léttum skotum á vitan og framtakssemi þeirra sem að honum standa en rígur milli þessara tveggja mannvirkja á sér langa sögu. Athöfninni lauk svo með flugeldasýningu að hætti myllumanna.
Því má bæta við að Vinir ketils bónda sem standa að vitanum sendu frá sér þessa tilkynningu í gær á facebook síðu sinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst