Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar fékk áletraða, skreytta og ljúffenga köku með morgunkaffinu í dag. Á henni stóð: Takk fyrir mig. Það er heiti Þjóðhátíðarlagsins 2020 eftir Ingó Veðurguð. Lagið er gott og grípandi, gefið út þótt engin sé samkoman í Herjólfsdal.
Starfsfólkið smakkaði þannig á Þjóðhátíð í orðsins fyllstu merkingu og verður að láta duga í ár að borða kökuna og hlusta á lag Veðurguðsins.
Í fyrramálið, laugardag 1. ágúst kl. 7:30, verður blásið til vinnu í uppsjávarvinnslunni þegar Ísleifur VE kemur úr Smugunni með þúsund tonn af makríl. Von er á Kap VE í framhaldinu og enn meiri vinnu.
Þjóðhátíðargleðin hefur gengið fyrir vinnu um þessa helgi undanfarin ár og áratugi. Unnið er í botnfiskvinnslunni í dag, föstudag, eins og venjulega, og svo verður sem sagt tekið til við makrílinn í fyrramálið.
Engin dæmi eru um vinnu í VSV á laugardegi um Þjóðhátíðarhelgi það sem af er 21. öldinn. Reyndar hefur ekki tekist að finna nógu langminnuga menn sem geta sagt hvenær slíkt hafi yfirleitt gerst síðast í fyrirtækinu.
Ekkert hráefni hefur verið til að vinna úr í uppsjávarhúsinu frá því á laugardaginn var. Þá var lokið við að vinna makríl sem veiddist í íslenskri lögsögu en skipin fóru þá norður í Smugu til veiða.
Hertar smitvarnir í VSV
Bakslagið hérlendis í baráttunni við COVID-veiruna skæðu hefur strax áhrif á starfsemi Vinnslustöðvarinnar og tilteknar ráðstafanir eru gerðar af því tilefni. Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs, er sem fyrr í forystu teymis í VSV sem stýrir smitvarnaaðgerðum í fyrirtækinu:
„Starfsemin í Vinnslustöðinni er umfangsminni en var í vetur og margir í sumarfríi núna. Við kynntum starfsfólki strax að stjórnvöld landsins hefðu ákveðið að banna fleirum en 100 manns að koma saman og að tveggja metra fjarlægðarreglan væri orðin skylda á nýjan leik.
Erlendir starfsmenn sem koma að utan úr fríi verða að gangast undir smitpróf í heilsugæslunni hér og bíða eftir neikvæðri niðurstöðu áður en þeir koma til starfa.
Við höfum ekki sett á dagskrá að taka upp hópaskiptingu á vinnusvæðum eins og í vetur. Hins vegar er ákveðið að starfsmenn á vakt komi ekki til vinnu á sama tíma til að vera ekki margir í einu í fataskiptarýmum. Álagi í kaffistofu verður dreift líka af sömu ástæðum.
Við bjóðum þeim að nota andlitsgrímur sem vilja en höfum sett þá reglu að iðnaðarmenn, sem fara milli deilda í fyrirtækja vinnu sinnar vegna við viðgerðir og viðhald, skuli bera grímur.
Aðalatriðið er að herða á smitvörnum hjá starfsfólkinu sjálfu og í fyrirtækinu yfirleitt. Þvo sér vel, spritta hendur, halda sig heima ef veikindaeinkenni af einhverju tagi gera vart við sig, láta þá vita af sér símleiðis og leita eftir að láta taka sýni til að rannsaka.
Við þurfum einfaldlega að rifja upp hvað við gerðum í vetur og tileinka okkur á nýjan leik umgengnisreglur og hugarfar sem virka vel og skila árangri.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.