Rokkarinn róaðist og fór í fiskvinnslu
10. ágúst, 2020

„Orkan í Vestmannaeyjum á vel við mig og náttúrufegurðin höfðar til mín. Ég kom hingað fyrst sem ferðamaður og fann að hér biði mín ævintýri, tækifæri til að prófa eitthvað alveg nýtt í lífinu. Eyjarnar toguðu í mig,“ segir Daniela Götschi, starfsmaður í fiskvinnslu hjá Vinnslustöðinni. Hún er Svisslendingur að ætt og uppruna og ólst upp í Männedorf, tólf þúsund manna bæ við Zürichvatn. Þar á hún foreldra á efri árum, systur og systurdætur og fer reglulega á æskuslóðirnar til að heilsa upp á ættingja og vini – og hlaupa.

„Fyrir þremur árum hljóp ég heilt fjallamaraþon í fyrsta sinn og náði því svo að láta rætast draum um að klára maraþon með pabba, rúmlega sjötugum, í þekktu víðavangshlaupi sem náði upp í um 2.000 metra hæð í Sviss. Það var mikil reynsla og ein magnaðasta upplifun ævinnar, eitthvað sem aldrei gleymist.

Heimaey er annars góður staður til að hlaupa á og æfa sig.“

Airwaves og Eistnaflug ár eftir ár
Daniela kom fyrst til Íslands sem venjulegur túristi árið 2003. Nokkrum mánuðum síðar birtist hún aftur, þá til að fara á Airwaves-tónlistarhátíðina í Reykjavík. Hún átti eftir að koma nokkrum sinnum á þessa hátíð og varð eiginlega Íslandsvinur á Airwaves.

Eftir að hún settist að í Eyjum fór hún nokkrum sinnum á þungarokksamkomuna Eistnaflug í Neskaupstað. Grunnt er því á tónlistargenum.

„Já, ég var býsna villtur rokkari og er enn rokkari í hjartanu en hef róast umtalsvert! Vestmannaeyjar stuðluðu að því að ná mér niður og veita mér frið í sálinni.

Heima í Sviss var ég eins langt frá fiski og fiskvinnslu og hugsast getur, ég hafði ekki einu sinni bragðað neitt úr sjó. Þá var ég í draumastarfi við að bera út póst og naut þess mjög.

Mér var sagt strax í fyrstu ferð hingað að ef ég vildi kynnast Íslendingum og íslenskri menningu ætti ég að fá mér vinnu í fiski. Svo höguðu örlögin því til árið 2006 að ég vildi breyta alveg um umhverfi og þá kom Ísland upp í hugann. Ástæðurnar voru persónulegar annars vegar og ævintýraþrá hins vegar.

Árið 2007 kom ég til Vestmannaeyja, vann fyrst í fiski í Pétursey í fjóra mánuði og fór þaðan til Vinnslustöðvarinnar. Keypti meira að segja hús í Eyjum til að búa í og hér er ég enn.“

Alþjóðasamfélagið í Eyjum
„Hér er fínt að vera og ég hef kynnst vel íslensku samfélagi og menningu. Margt er öðru vísi en ég vandist heima í Sviss en áhugavert og gaman. Hins vegar bjóst ég ekki við því í upphafi að ég myndi líka lifa og starfa í alþjóðlegu umhverfi í Vestmannaeyjum. Það varð samt staðreynd. Hér starfar fólk sem kemur víðs vegar að úr veröldinni, með fjölbreyttan bakgrunn og menningu sem gefur mér mikið að kynnast.

Ég bý vissulega í Vestmannaeyjum og á rætur í Sviss en þegar öllu er á botninn hvolft býr hið raunverulega heimili innra með manni sjálfum. Það er tilfinning og hugarástand burt séð frá því hvar maður er staddur hverju sinni.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst