Undir landsmeðaltali í þremur af fjórum samræmdum prófum

Niðurstaða samræmdra prófa í 4. og 7. bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni. Skólastjóri kynnti niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk sem lögð voru fyrir í september sl. 4. bekkur er með 29,2 í skólaeinkunn í íslensku og 28,9 í stærðfræði. Landsmeðaltalið er 30 og árangurinn því undir því í báðum greinum. 7. bekkur var yfir landsmeðaltali í íslensku með 31,3 en undir í stærðfræði með 28,7. Þegar núverandi 7. bekkur þreytti samræmd próf í 4. bekk var hann með 30,7 í skólaeinkunn í íslensku og hækkar því örlítið milli prófa en með 33,8 í stærðfræði og lækkar því töluvert. Ráðið leggur áherslu á að greina niðurstöður og vinna að aðgerðaáætlun til að efla þá þætti sem komu ekki nógu vel út. Ráðið óskar eftir að fá kynningu á þessari aðgerðaáætlun og eftirfylgni skólans með vorinu. Það er hagur okkar allra að vinna saman að þessu verkefni.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.