Nokkur innbrot og skemmdarverk eru nú í rannsókn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Brotist var inn á veitingastaðinn 900 grillhús og í Stórhöfða á báðum stöðum voru unnar smávægilegar skemmdir í innbrotunum og einhverjum hlutum stolið. Tveir aðilar voru handteknir grunaðir um innbrot á á báðum stöðum. Þá eru þeir einnig grunaðir um nytjastuld á bifreið og akstur án réttinda. Þá var einnig brotist inn í sumarbústað í hrauninu austan við efribyggðina í Dverghamri og valdið skemmdum en engu stolið. Þessir sömu aðilar eru einnig grunaðir um innbrotið í sumarbústaðinn.

Aðfaranótt miðvikudagsins 18. Nóvember var brotist inn í verslunina Krónuna og vörum stolið þaðan. Einn aðili var handtekinn, grunaður um innbrotið. Þessi sami aðili er einnig grunaður um aðild að öllum hinum innbrotunum hér að ofan.

Aðfaranótt þriðjudagsins 17. Nóvember var farið inn í ólæsta bifreið og stolið peningum og hleðslutæki. Einn aðili var handtekinn, grunaður um verknaðinn. Sá er einnig grunaður um eignaspjöll og fíkniefnalagabrot. Öll þessi mál eru í rannsókn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.