Binni lítur um öxl og kveður árið 2020 + myndaveisla
30. desember, 2020
Joao Miguel Tavares Do Carmo, Daniela Götschi og Zoran Zakovsek

Árið 2020 er árið sem allir munu muna eftir. Árið sem heimurinn breyttist í einu vetfangi með COVID 19 farsóttinni.

  • Við urðum að breyta öllu okkar háttarlagi og verklagi til lands og sjávar nánast á einni nóttu.
  • Við hittum viðskiptavini okkar og skipulögðum sölustarfsemi á fjarfundum.
  • Við tókum sjaldan á móti gestum og lokuðum okkur af eins og við gátum.
  • Við báðum starfsfólk okkar að fara varlega í samskipum við aðra, bæði á vinnustað og utan vinnustaðar.
  • Við settum varúðarreglur í fyrirtækinu og ástunduðum sóttvarnir í meira mæli en dæmi eru um áður.

Þetta hefur verið á köflum erfiður tími og ekki skemmtilegur. Nú við áramót getum við hins vegar litið um öxl og sagt með stolti við okkur sjálf og aðra: Við uppskárum laun erfiðisins, okkur tókst þetta allt saman!

  • Við héldum veirufaraldrinum frá Vinnslustöðinni og misstum ekki úr einn dag í sjósókn og við framleiðslu, þökk sé sjómönnum, fiskvinnslufólki í landi, öðrum starfsmönnum og stjórnendum.
  • Við héldum gangandi sölustarfsemi, héldum tengslum við viðskiptavini og hnökralitlu flæði afurða og afhendinga, þökk sé sölumönnum félagsins um allan heim og starfsfólkinu hér heima.
  • Við gátum látið hlutina ganga í krafti frábærrar samstöðu alls starfsfólks og góðra og traustra viðskiptasambanda.

Þegar nú er runninn upp 30. desember, næstsíðasti dagur ársins, get ég upplýst að rekstur Vinnslustöðvarinnar var með miklum ágætum á árinu 2020 þrátt fyrir heimsfaraldurinn, þrátt fyrir loðnubrest og humarleysi og þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum.

Öll él birtir upp um síðir. Við munum sigrast á COVID og líf færist í eðlilegar skorður en það tekur sinn tíma. Baráttunni er ekki lokið, verum áfram á verði en fjöldabólusetning á landinu vekur vonir og bjartsýni.

Við höfum búið við mótlæti og áður óþekktar aðstæður mestallt árið sem nú er senn á enda runnið en skulum leyfa okkur líka að hugsa með þökkum og virðingu til fyrri kynslóða Íslendinga sem glímdu fyrir liðlega einni öld samtímis við afleiðingar heimsfaraldurs drepsóttar, eldgoss í Kötlu og dæmalausrar vetrarhörku frostavetrarins mikla en þraukuðu af þetta erfiðleikaskeið sem ekki einu sinni er hægt að ímynda sér hvernig hafi verið í raun.

Fyrr á árinu sendi Gunnar Þór Bjarnason frá sér bók um Spænsku veikina og dregur þar upp hrollvekjandi myndir af faraldrinum á Íslandi, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Þegar ekki hafði náðst símasamband við Eyjar samfleytt í fimm daga í nóvember 1918 var ákveðið í Stjórnarráðinu í  Reykjavík að senda hingað varðskip til að kanna aðstæður. Þá kom í ljós að þrír af hverjum fjórum Eyjamanna voru veikir, þar á meðal allt starfsfólk símstöðvarinnar.

Frá 14. nóvember til 6. desember 1918 létust 24 úr Spænsku veikinni í Vestmannaeyjum en til samanburðar má geta þess að á Íslandi hafa nú látist alls 29 manns af völdum COVID frá því fyrsta smit greindist hérlendis í febrúar 2020 til dagsins í dag, 30. desember.

Allt samkomuhald í Vestmannaeyjum lá niðri vikum saman síðla árs 1918, að jarðarförum undanskildum. Þær voru nær daglega frá upphafi aðventu til jóla.

Þeir sem glímdu við þessar ótrúlegu hörmungar þá hefðu því tæplega talið það til erfiðleika sem við nú rifjum upp frá árinu 2020!

Ástæða er til bjartsýni við upphaf árs 2021. Við skulum ganga til nýs árs vongóð um að Íslendingar og þjóðir heimsins sigrist á veirunni.

Nú reynir á úthald og þolinmæði Íslendinga og þar með okkar líka í Vinnslustöðinni. Öllu skiptir að gefa nú ekkert eftir og starfa áfram í anda agaðs skipulags og sóttvarna í fyrirtækinu, að halda út og búa sig undir gjöfula loðnuvertíð og góða vetrarvertíð.

Slaka með öðrum orðum hvergi á fyrr en óhætt er þegar svo stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur að náðst hefur að mynda hjarðónæmi gagnvart COVID.

Við skulum spyrja að leikslokum og fagna þá en notum tækifærið núna um áramót til að staðfesta að við siglum vel og árangursríkt í mótbyrnum. Við skulum hvetja okkur sjálf til dáða áfram þar til veiran játar sig sigraða.

Árið 2020 var ár starfsmanna okkar og viðskiptavina. Ég þakka þeim innilega fyrir framlag sitt og dugnað og óska þeim og Vestmannaeyingum öllum gleðilegs og farsæls nýs ár.

Sigurgeir B. Kristgeirsson

framkvæmdastjóri

 

Við lok þessa „árs starfsmanna“ er ástæða til að birta hér alls 17 myndir sem Hreinn Magnússon ljósmyndari tók af starfsmönnum VSV við karfavinnslu í júlí 2020.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst