Lyfjaendurnýjun á Heilsuveru og rafræn skilríki - Námskeið
Setrid
Fundað verður í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2.

Í Visku verður boðið upp á námskeið í lyfjaendurnýjun á Heilsuveru og notkun Rafrænna skilríkja.  Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og leiðbeinendur verða Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir lyfjafræðingur og Harpa Gísladóttir bankastarfsmaður.  Þær munu kenna og aðstoða fólk við að átta sig á ferlinu og komast inn í framtíðina og auðvelda fólki endurnýjun lyfja.  Gott væri að koma með eigin fartölvu/ipad en annars verður ferlið sýnt á myndrænan hátt.

Haldið í húsnæði Visku að Ægisgötu 2 gömlu Fiskiðjunni á annarri hæð. Þriðjudaginn 12. janúar og fimmtudaginn 14. janúar klukkan 14:00

Nauðsynlegt er að skrá sig í síma 4880100 eða á viska@viskave.is og taka fram hvor dagurinn er valinn.  Vegna fjöldatakmarkana vegna Covid geta einungis 10 manns verið í einu og nauðsynlegt að fólk hafi skráð sig til þátttöku svo hægt sé að halda utan um það.

Nafn og kennitala þarf að koma fram við skráningu.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.