Yf­ir­ferð þriggja skipa og mæl­ing­um á loðnu á svæði úti fyr­ir Aust­fjörðum lýk­ur vænt­an­lega í dag, að sögn Guðmund­ar J. Óskars­son­ar, sviðsstjóra hjá Haf­rann­sókna­stofn­un í samtali við mbl.is í dag. Ráðgert er að halda áfram mæl­ing­um norður fyr­ir Langa­nes eft­ir því sem aðstæður leyfa, en út­lit er fyr­ir erfiðara veður á morg­un.

Reynt verður að fá mat á því hvort þetta sé hrein viðbót við síðustu mæl­ing­ar frá því í byrj­un janú­ar eða hvort þetta sé hluti af þeirri loðnu sem fannst norður af Langa­nesi á þeim tíma og hafi gengið þetta langt í suður síðan þá.

Fyr­ir helgi bár­ust frétt­ir frá tog­ur­um um að tölu­vert væri af loðnu á Seyðis­fjarðardýpi. Í kjöl­farið fór Vík­ing­ur AK, sem var á leið til lönd­un­ar á Vopnafirði af kol­munnamiðum, yfir svæðið. Staðfest var að þarna væri „eitt­hvert magn sem væri að sjá við kant­inn frá Hval­baks­halla og alla vega um 50 sjó­míl­ur þaðan í norður,“ eins og seg­ir í frétt á heimasíðu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Síðdeg­is á sunnu­dag fóru Ásgrím­ur Hall­dórs­son SF og græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq til að mæla og meta um­fang loðnunn­ar á þess­um slóðum. Líkt og í fyrri mæl­ing­um eru þrír sér­fræðing­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í hvoru skipi. Bjarni Ólafs­son AK er jafn­framt með í verk­efn­inu með það hlut­verk að af­marka dreif­ingu loðnunn­ar til að flýta fyr­ir mæl­ing­um.

Guðmund­ur seg­ir að mik­il­vægt hafi verið að fá Vík­ing til að sigla þarna yfir aðfaranótt sunnu­dags. Tæk­in um borð séu stillt miðað við veiðar á upp­sjáv­ar­fiski. Skipið hafi krussað á svæðinu áður en beygt var inn til Vopna­fjarðar. „Þetta er spenn­andi og von­andi kem­ur eitt­hvað út úr þessu,“ sagði Guðmund­ur.

Rann­sókna­skip­in til­bú­in
Rann­sókna­skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar eru til­bú­in til brott­far­ar frá Hafnar­f­irði og verður brott­för þeirra hagað í sam­ræmi við veður og upp­lýs­ing­ar frá skip­un­um, að sögn Guðmund­ar. Þá er bú­ist við að Pol­ar Amar­oq haldi fljót­lega til loðnu­veiða er leyfi liggja fyr­ir. Upp­lýs­ing­ar frá veiðiskip­um munu þá nýt­ast fiski­fræðing­um við mat á stöðunni.

Reglu­gerðir hafa verið gefn­ar út um loðnu­veiðar er­lendra skipa við landið á þeim 21.800 tonn­um, sem heim­ilt er að veiða að óbreyttu.