Fyrsta loðnan í þrjú ár
Kap kemur að bryggju

Kap VE kom í land í gærkvöldi með 250 tonn af loðnu en um er að ræða fyrsta loðnufarminn sem landað er í Vestmannaeyjum tæp þrjú ár.

“Þeir fengu þetta í tveimur köstum,” sagði Sverrir Haraldsson hjá Vinnslustöðinni honum hafði ekki borist neinar fregnir af hrognafyllingu í loðnunni. “Það er bara verið að byrja að skoða þetta núna og dæla inn, menn liggja yfir þessu núna. Við ættum að vita meira um þetta um hádegi. Ísleifur og Huginn eru báðir farnir af stað eru komnir austur í Bugt. Eins og þetta er núna þá eru bestu aðstæður til veiða og búið að vera ágætis veiði hjá skipunum þarna.”

Óskar Pétur tók meðfylgjandi myndir þegar Kap kom inn.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.