Jólasveinar í sérflokki kveðja Vinnslustöðina
12. mars, 2021
Félagarnir Óskar og Óli Venna

Þegar starfsmenn Fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar komu til vinnu núna að morgni föstudags 12. mars gátu þeir ekki reiknað með að ganga að nýuppáhelltu kaffi vísu eins og venjulega. Uppáhellarinn kvaddi nefnilega vinnustaðinn sinna til áratuga í gærkvöld og snýr sér að golfi og fleiru í fullu eftirlaunastarfi.

Óskar Valtýsson hefur jafnan farið á kreik heima um sexleytið á morgnana og mætt til vinnu í bræðslunni kl. 6:45. Fyrsta verkefni dagsins var að sveifa kaffivélina í gang.

í viðtali hér á þessum vettvangi í nóvember 2019 var haft eftir Óskari um yfirvofandi kaflaskil í lífinu:

Ég ætla að þrauka til sunnudags 7. mars 2021. Þá verð ég sjötugur og hætti á toppnum. Skráðu hjá þér dagsetninguna svo höfðingjarnir í Vinnslustöðinni geti byrjað að undirbúa kveðjuveisluna!

Þetta stóðst svona hér um bil. Óskar varð vissulega sjötugur á sunnudaginn var en hann hætti ekki fyrr en að kvöldi fimmtudags 11. mars. Munaði reyndar litlu en það stendur ekki á skýringum hjá hinum nýsjötuga höfðingja að kvöldi síðasta vinnudags:

„Ég rúnnaði veruleikann aðeins af miðað við fyrri yfirlýsingar. Stjórnmálamennirnir gera það stöðugt og eru miklu grófari en ég í þeim efnum. Ég lofaði Unnari, stjórnanda í bræðslunni, því að klára loðnuvertíðina áður en ég hætti. Loðnuvertíðin í ár var reyndar sú stysta sem ég hef upplifað og varði frá föstudegi til fimmtudags en ég stóð við mitt.

Auðvitað verður undarlegt að vakna í fyrramálið og fara ekki í vinnu. Það segir sig sjálft. Lífið heldur samt alltaf áfram, það máttu bóka. Hér eftir verð ég sjálfsagt oftar á golfvellinum en ella enda skráði ég mig í golfklúbbinn og er betri en enginn í golfi.

Svo á ég eftir að halda upp á sjötugsafmælið. Það var ekki mögulegt um síðustu helgi. Tengdapabbi minn (Þórður Magnússon á Skansinum) veiktist og dó á mánudaginn var. Hann hefði orðið 88 ára. Blessuð sé minning hans.

Við lifum öll alltaf lengur og lengur. Það er eins og gert sé beinlínis í því að halda okkur lifandi sem lengst. Mér leið reyndar eins og ég væri að deyja í síðasta kaffitímanum mínum í bræðslunni. Þeir komu allir topparnir í Vinnslustöðinni og þorðu ekki annað eftir að ég manaði þá til kveðjuveislu í viðtalinu forðum. Þeir töluðu fallega til mín. Það eru allir góðir þegar þeir eru farnir og ég fékk minningarorðin um mig fyrir fram!“

Prinspóló og orðuveitingar

Pepsí- og Prinspólóveislunni í bræðslunni – síðasta kaffitíma Óskars í vinnunni. Með honum eru Unnar Hólm verksmiðjustjóri og Binni framkvæmdastjóri VSV

Menn gerðu sér vissulega dagamun í síðdegiskaffi bræðslunnar og fengu sér Pepsí og Prinspóló. Það átti vel við. Fyrr í vikunni rifjaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri upp á Fésbók sælar minningarstundir í barnaskóla á Hólum í Hjaltadal og annar nemandi minntist þess í framhaldinu að þegar Rósberg G. Snædal, kennari og skáld, vildi verðlauna nemendur sína fyrir góða frammistöðu gaf hann þeim Prinspóló. Pólskt súkkulaðikex jafngilti fálkaorðu fyrir börn í Skagafirði.

Nú hefur Óskar Valtýs fengið Prinspóló og Guðni Th. ætti að bæta um betur og hengja fálkann á jakkaboðung þeirra Óla Venna þegar næst verður blásið til orðuveislu á Bessastöðum. Ólafur Sigurvinsson, jafnaldri, vinnufélagi í bræðslunni og fóstbróðir Óskars til lífstíðar, verður nefnilega sjötugur 8. apríl og hættir þá störfum. Orðuveitingin yrði söguleg því aldrei í Íslandssögunni hefur yfirlýstur jólasveinn fengið fálkaorðu, hvað þá tveir í einu.

Óskar Valtýs og Óli Venna voru á sínum tíma í hópi sjö járnsmiða í bræðslunni. Svo fækkaði í hópnum og undanfarna tvo áratugi hafa þeir verið tveir félagarnir og haldið til á þeim stað sem kallast jólasveinaverkstæðið í daglegu tali.

Binni og Óskar

Nú er annar sveinkinn hættur og hinn á förum. Það eru tíðindi og mörg mun ómerkilegri hafa verið sögð um dagana í Vestmannaeyjum.

„Við Óli eru jafnaldra jólasveinar í sérflokki, ég einum mánuði eldri. Við höfum verið félagar alla tíð frá æskuárum, vorum saman í fótboltanum, í ungmennalandsliði Íslands, förum í saman í egg og svo er það samveran í bræðslunni allan þennan tíma. Það er snilld að vinna með þessum dreng.

Menn koma og fara, líka jólasveinar. Maður kemur í manns stað. Vinnslustöðinni hlýtur að takast að manna jólasveinaverkstæðið áfram en óvíst er að nýjum mönnum takist nokkru sinni að fara í fötin okkar Óla.“

 

Liðið fór á taugum

Nú er komið að viðkvæmasta hluta samtalsins og það er að nefna ummæli Óskars í viðtalinu frá 2019 um ÍBV og fótboltann. Skrifað stendur þar og haft eftir Valtýssyni:

Ég er afskaplega sáttur við lífið og tilveruna. Lífið er ekki bara beint strik en mestu máli skiptir að hafa hugarfarið í lagi. Þegar ég hætti að vinna verður ÍBV-liðið í karlafótboltanum komið aftur upp í úrvalsdeild. Sannaðu til.

Ekki gekk þetta eftir en Óskar þarf ekki að hugsa sig lengi um til að bregðast við.

„Ég er greinilega ekki spámaður í eigin föðurlandi! Við áttum gott fótboltalið í fyrra og það var á góðri siglingu en fór á taugum. Ef andlega hliðin er ekki í lagi fer ekki vel. Það á við um fótbolta og allt annað í lífinu. Hugarfarið er stór partur af því að ná árangri í hverju sem er. Vonandi gengur ÍBV betur í sumar en róðurinn verður ekki auðveldur.“

– Var ekki nefnt við þig að vinna fram á haust og freista þess að liðið færi upp í úrvalsdeild svo þú gætir staðið fyllilega við fyrri yfirlýsingu um starfslok?

„Nei, sem betur fer hafði þetta gleymst. Það hefði nú verið ljóta vesenið ef menn hefðu rifjað upp ummælin og viljað að ég frestaði því að hætta upp á von og óvon í fótbolta!“

Skrítin tilhugsun

„Síðasta verkefnið mitt í vinnunni var að loka hráefnisgeymi við höfnina í skítakulda. Ég hefði nú frekar viljað dunda síðustu stundirnar í hlýjunni á jólasveinaverkstæðinu en ekki var nú beinlínis valið neitt þægindadjobb handa manni í blárestina. Það eru ekki alltaf jólin.

Tilveran verður ábyggilega undarleg næstu vikur. Á þessari stundu veit ég hreinlega ekki hvort ég sakna vinnunnar eða hlakka til að vera hættur. Það hefur bara ekki reynt á nýjar aðstæður.

Ekki skal ég samt neita því að skrítin er sú tilhugsun að mæta ekki framar til að hella upp á í vinnunni korter fyrir sjö að morgni dags. Mjög skrítin.“

Óskar í sviðaveislu í bræðslunni 2017.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.