Til skoðunar að aðstaða dagdvalar verði flutt frá Hraunbúðum
05D0E6D8-1717-492E-9AEE-CB8D19391B61

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í síðustu viku. Framkvæmdastjóri sviðs fór yfir þjónustu málaflokks aldraðra m.a. í kjölfar þess að rekstur Hraunbúða hefur fluttst til ríkisins. Vestmannaeyjabær mun áfram leggja áherslu á fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu við eldri borgara bæði innan heimilis og utan þess. Markmið þjónustunnar er að skapa eldri borgurum skilyrði til að búa eins lengi og kostur er í heimahúsum við sem eðlilegast heimilislíf. Þjónusta eins og stuðningsþjónusta, húsnæðismál aldraðra, akstursþjónusta, heimsendur matur, dagdvöl, þjónustuíbúðir,forvarnir og heilsuefling, rekstur Kviku, samstarf og samráð við félagsstarf aldraðra, öldungarráð og ýmiss stuðningur s.s. niðurgreiðslur vegna garðsláttar, afsláttur á fasteignagjöldum, frítt í sund er meðal verkefna sveitarfélagsins. Framkvæmdastjóri leggur til að skoðaður verði möguleiki þess að aðstaða dagdvalar verði flutt frá Hraunbúðum í annað húsnæði og starfsemi þess efld.

Ráðið þakkaði kynninguna. Vestmannaeyjabær hefur veitt þessum aldurshópi góða þjónustu í gegnum tíðina og ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að Vestmannaeyjabær haldi áfram að þjónusta þennan aldurshóp eftir fremsta megni. Ráðið samþykkti tillögur framkvæmdastjóra að skoða möguleika þess að aðstaða dagdvalar verði flutt frá Hraunbúðum í annað húsnæði og honum falið að leggja til mótaðar kostnaðartölu um starfsemina.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.