Jafntefli stúlknanna á Akureyri
11. júlí, 2021
Þór/KA ÍBV

Leikur Þór/KA og ÍBV endaði með jafntefli, 1-1, á SaltPay vellinum á Akureyri kl. 14:00 í dag.

Um er að ræða leik í 10. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Liðin voru nokkuð jöfn fyrir leik og sátu þau í 6. og 7. sæti deildarinnar. Lið þessi mættust síðast í 1. umferð deildarinnar þann 4. maí en fór þá Þór/KA með sigur úr bítum.

Eins og Eyjafréttir höfðu greint frá í gær var Ian Jeffs þjálfari liðs ÍBV og stillti hann upp óbreyttu byrjunarliði frá 2-1 sigri ÍBV gegn Fylki úr síðustu umferð.

Leikmaður ÍBV, Delaney Baie Pridham, hlaut gult spjald á 35 mínútu og var leikurinn nokkuð jafn framan af. Staðan 0-0 þegar fyrri hálfleikur var svo flautaður af.

Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Colleen Kennedy fyrir Þór/KA og stuttu síðar kom seinna gula spjald leiksins í skaut Sögu Lífar Sigurðardóttur leikmanns Þór/KA.

Hanna Kallmaier jafnaði leikinn fyrir ÍBV með marki á 65 mínútu eftir stoðsendingu frá Þóru Björg Stefánsdóttur.

Næsti leikur kvennaliðs ÍBV verður gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 11. umferð þann 20. júlí kl. 20:00.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.