Allt klárt fyrir Brekkusöng (myndir)

Brekkusöngur er fyrir löngu orðinn fastur liður í hátíðarhöldum Íslendinga um verslunarmannahelgina. Brekkusöngurinn að þessu sinni fer fram í beinu streymi frá Herjólfsdal. Undirbúningur hefur staðið í dag og skellti Óskar Pétur sér í Dalinn og fangaði stemmninguna á filmu.

yjum fyrir Íslendinga hvar sem þeir eru í heiminum.

Dagskrá kvöldsins:

20:30 – Útsending hefst
21:00 – Albatross og gestir
23:00 – Brekkusöngur

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins mun stýra brekkusöngnum þetta árið, í beinu streymi og allir geta tekið þátt hvar sem þeir eru í heiminum. Magnús hefur um árabil verið einstaklega eftirsóttur trúbador samhliða því að spila með hljómsveit sinni vítt og breitt um landið við hin ýmsu tilefni og meðal annars komið fram á Þjóðhátíð óslitið síðan 2016.

Ásamt Albatross koma fram:

  • Guðrún Árny
  • Jóhanna Guðrún
  • Sverrir Bergmann
  • Pálmi Gunnars
  • Ragga Gísla
  • Klara

Sérstakur gestur: Hreimur

Ljóst er að hér er um að ræða einstaka tónlistarveislu og Íslendingar geta sameinast, hvar sem þeir eru í heiminum og gert sér glaðan dag. Aðeins þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili.

Öll miðasala fer fram á Tix.is og er hægt að velja á milli þriggja leiða; netstreymis í gegnum spilara frá Vimeo eða myndklykla Símans eða Vodafone. Kaupandi velur rétta miðatýpu og fær kóða sem virkar í eitt af þremur kerfunum. Auðvelt er að virkja aðganginn strax og þá er allt klappað og klárt. Einnig er hægt að kaupa strax með fjarstýringunni í myndlyklum Vodafone og Símans.

Brekksöngur í streymi er í boði Pepsi Max, Red Bull, Tuborg Léttöl og Luxor.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.