Vestmannaeyjabær og Janus-heilsuefling endurnýja samstarfssamning
17. ágúst, 2021
Íris Róbertsdóttir og Dr. Janus Guðlaugsson

Vestmannaeyjabær og Janus-heilsuefling endurnýjuðu samstarfssamning sinn um heilsueflingar og rannsóknarverkefnið „Fjölþætt heilsuefling 65+ í Vestmannaeyjum – Leið að farsælum efri árum”. Vestmannaeyjabær er fyrsta sveitafélagið sem býður íbúum upp á framhaldsnámskeið eftir tveggja ára samstarf.

„Verkefnið í Vestmannaeyjum hófst í september 2019 og hefur þrátt fyrir Covid-19 faraldur og samkomutakmarkanir, leitt af sér framfarir á sviði hreyfifærni, þols og styrks auks þess sem mat einstaklinga á eigin heilsu hefur aukist á þjálfunartímanum.” Segir í umfjöllun málsins á Vestmannaeyjar.is.

„Markmið verkefnisins er að stuðla að bættri heilsu og lífsgæði eldri aldurshópa, draga úr útgjöldum ríkis og sveitarfélaga og vera fyrirmynd að heilsutengdum forvörnum. Um 80 þátttakendur tóku þátt í verkefninu. Verkefnið byggir á doktorsverkefni dr. Janusar Guðlaugssonar, íþrótta- og heilsufræðings. Hann í samstarfi við hæfa aðila frá Vestmannaeyjum stýra verkefninu. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir þátttakendur eru í verkefninu og mikill stöðugleiki er í hópnum. Stöðuleikinn birtist í þeim góða árangi sem hópurinn hefur náð. Vestmannaeyjabær vill þakka Janusi og hans starfsfólki fyrir þeirra framlag til heilsueflingar í Eyjum, einnig gott samstarf við HSU í Vestmannaeyjum og sérstakar þakkir til þátttakenda í verkefninu.”

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst