Frambjóðendur Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í heimsókn í Eyjum

Frambjóðendur Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs voru í heimsókn í Vestmannaeyjum sl. fimmtudag. Þau heimsóttu ýmis fyrirtæki, stór og smá og kynntu sér starfsemi þeirra. Þá spjölluðu þau og hlustuðu á raddir Eyjafólks víða um bæinn, við verslanir og á öðrum stöðum þar sem fólk kemur saman.

Frambjóðendurnir fengu afar góðar móttökur, bæði hjá fyrirtækjunum sem þau heimsóttu en ekki síður hjá fólki sem þau hittu á förnum vegi í dagsins önn. Augljóst er að málstaður Vinstri grænna á góðan hljómgrunn í Eyjum, það sýna móttökurnar. Fjölmargir lýstu því yfir að þeir telji afar mikilvægt að Vinstri græn verði áfram leiðandi stjórnmálaafl í nýrri ríkisstjórn landsins undir dyggri stjórn Kartínar Jakobsdóttur sem er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur lang mest traust landsmanna. Því verði að tryggja hreyfingunni gott gengi í kosningunum 25. sept. nk. ekki síst í Suðurkjördæmi.

Bestu þakkir fyrir frábærar móttökur og kveðjur til Vestmannaeyinga
(Fréttatilkynning frá Vinstri grænum í Vestmannaeyjum)

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.