Framkvæmdastjóra fjölskyldu og fræðslusviðs ásamt æskulýðs-, íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið, á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í vikunni, að fara yfir áfangaskýrslu starfshóps Vestmannaeyjabæjar um íþróttamál með þeim aðildarfélögum sem í skýrslunni voru. Markmiðið var að fara yfir hvort einhverjar breytingar hafi orðið hjá félögunum á tímabilinu sem starfshópurinn var að störfum og frá því að skýrslan var tilbúin. Í öllum tilfellum staðfestu aðilar innihald svara sem og samtalanna sem fóru fram á milli starfshópsins og aðildarfélaganna. Aðilar ítrekuðu í flestum tilfellum þau atriði sem þeim fannst helst vanta en önnur gerðu engar athugasemdir. Tvö aðildarfélög hafa útfært hugmyndir sínar enn frekar. Eru þær hugmyndir það umfangsmiklar að rétt er að félögin fái tækifæri til að kynna þau enn frekar fyrir ráðsmönnum í fjölskyldu- og tómstundaráði.
Ráðið þakkaði framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og æskulýðs-, íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir vinnuna við viðbótarskýrslu er varðar áfangaskýrslu starfshóps Vestmannaeyjabæjar um íþróttamál. Ráðið felur framkvæmdastjóra að fá forsvarsmenn þeirra tveggja félaga sem hafa óskað eftir breytingum frá áfangaskýrslu starfshópsins til þess að koma til fundar við ráðið og fara betur yfir breyttar áherslur frá þeim.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.