Yfirfélagsráðgjafi lagði til á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku að Vestmannaeyjabær taki þátt í og verði samstarfsaðili Soroptimistaklúbbs Suðurlands að verkefninu Sigurhæðir. Markmið verkefnisins er að bjóða sunnlenskum stúlkum og konum öruggan vettvang og aðstoð fagfólks til að vinna úr áföllum sem eiga rætur í kynbundnu ofbeldi, hvort sem það er tilfinningalegt, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt og vinna með því að valdeflingu þeirra. Sveitarfélög á Suðurlandi s.s. Árborg, sveitarfélög í Árnesþingi og Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu og sveitarfélagið Hornarfjörður auk Lögreglan á Suðurlandi, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Kvennaráðgjöfin, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Markþjálfafélag Íslands eiga aðild að Sigurhæðum. Að auki er ríkulegt samstarf við Stígamót, Kvennaathvarfið, Drekaslóð og Bjarkarhlíð. Sigurhæðir sem staðsett er á Selfossi er fyrsta samhæfða þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis í sunnlensku nærsamfélagi. Mikilvægt er að fyrir liggi viljayfirlýsing um samstarf frá Vestmannaeyjabæ og að úrræði Sigurhæða verði auglýst og kynnt. Úrræðið sem er endurgjaldslaust mun því standa Vestmannaeyjingum til boða.
Ráðið samþykkti að verða samstarfsaðili Soroptimistaklúbbs Suðurlands í verkefninu Sigurhæðir.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.