Flaggað á gosdeginum 23. janúar

Á morgun, þann 23. janúar 2022, eru liðin 49 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Við það tilefni hefur skapast sú hefð að flagga gosfána Vestmannaeyja sem jafnan prýðir bæinn þegar Eyjamenn minnast atburðanna. Fánann skal nýta við þau tilefni er tengjast gosinu. Fáninn sækir tákn sín og liti í arburðarrás gossins.

Hann skartar svokölluðum goslitunum fjórum; svartur, rauður, appelsínugulur og gulur. Litirnir hafa þó tvöfalda merkingu, eins og í raun fáninn sjálfur. Við upphafi goss, eða á meðan því stendur frá 23. janúar að goslokum, á fáninn að snúa með svarta flötinn upp. Þá standa gosstrókarnir þrír upp í loft og lýsa upp dimma vetrarnóttina. Við goslok ætti fáninn svo að snúa með svarta flötinn niður. Þá sjást hraunhólarnir og vikurinn sem eftir sat í forgrunni en á himni er sumarroði og hækkandi sól, tákn um bjartari tíma.

Ef veður leyfir er tækifæri til þess að draga samstöðuták þetta að húni.

Litirnir í gosfánanum hafa tvöfalda merkingu 

Nýjustu fréttir

Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.