Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt í kvöld árlegt uppskeruhóf sitt. Það var Sunna Jónsdóttir handknattleikskona sem var valin íþróttamaður Vestmannaeyja 2021. Íþróttafólk æskunnar voru valin Andri Erlingsson golfari, handknattleiks- og knattspyrnumaður fyrir yngri hóp en fyrir þann eldri var það Elísa Elíasdóttir handknattleikskona. Lista yfir aðrar viðurkenningar má sjá hér að neðan:
2022 silfur merki ÍBV:
Davíð Þór Óskarsson
Jóhanna Alfreðsdóttir
Jónas Guðbjörn Jónsson
Salóme Ýr Rúnarsdóttir
2022 gull merki ÍBV:
Bergljót Blöndal
Magnús Sigurðsson
Ólafur Týr Guðjónsson
2022 Heiðurskross ÍBV úr gulli æðsta heiðursviðurkenning Íþróttabandalags Vm.
Jóhann Jónsson
2022 sérstök viðurkenning
Stefán Jónsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst