Eyjapeyi í sendiherrastóli kynnir VSV-loðnu í Tókýó
23. febrúar, 2022

Stefán Haukur Jóhannesson stóð á hafnarbakkanum í Vestmannaeyjum fyrir áratugum, fylgdist með drekkhlöðnum bátum koma til hafnar til að landa fiski sem varla nokkrum Íslendingi dettur í hug að leggja sér til munns en margmilljónaþjóð langt í austri bíður yfirspennt eftir að fá á disk.

Um miðjan febrúar 2022 stóð fyrrverandi strákpjakkur í Eyjum, nú sendiherra Íslands, á búðargólfi í höfuðborg Japans til að kynna ferska loðnu frá Vinnslustöðinni í kastljósum sjónvarpsvéla. Sér við hlið hafði hann aðstoðarforstjóra stærstu verslanakeðju Japana, AEON. Sú hefur 19.288 verslanir innan vébanda sinna og starfsmenn eru alls um 570 þúsund!

Fersk loðna hefur aldrei fyrr verið flutt frá Íslandi til Japans. Þetta var sameiginlegt tilraunaverkefni AEON, Vinnslustöðvarinnar og Okada Suisan, fyrirtækisins sem VSV á að hluta og ræður um helmingi markaðar fyrir loðnuafurðir í Japan.

Loðnan var send í flugi frá Íslandi til Frankfurt og áfram til Tókýó. Fimm daga gömul var hún komin á söluborð AEON í glæsilegri umgjörð. Fjölmiðlalið fjölmennti á vettvang og fjallað hefur verið um loðnukynninguna og yfirstandandi loðnuvertíð Íslendinga í sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og vefmiðlum sem ná til fólks um þvert og endilangt Japan.

Hvers vegna allt þetta tilstand? Öllu máli skiptir að koma þeim skilaboðum skýrt til á framfæri að loðna veiðist á ný við Ísland því Japansmarkaður er umtalsvert laskaður eftir aflabrest tvö ár í röð. Mikill misskilningur er að hlutir færist sjálfkrafa í fyrra horf við það eitt að veiðar hefjist af krafti á ný eftir þurrð á svo mikilvægum markaði loðnuafurða svo misserum skiptir.

Japanskir sölumenn við báða enda

Kynningin í AEON á sér fjögurra mánaða aðdraganda og kallaði á meiri undirbúning og samhæfingu í Eyjum og í Tókýó en margan grunar. Hér heima var Hiroki Igarashi betri en enginn í verkefnisteyminu, verkfræðimenntaður sölumaður VSV sem nýlega flutti til Eyja frá Japan og settist að með fjölskyldu sinni. Þegar sjálfur kynningardagurinn hafði verið ákveðinn þurfti að skipuleggja veiðar, löndun, pökkun og útflutning þannig að fiskurinn væri sem ferskastur og skilaði sér örugglega á áfangastað í tæka tíð.

Á hinum endanum mæddi mest á sölustjóra Vinnslustöðvarinnar í Japan, Yohei Kitayama. Sjálf kynningin var upphaflega hugsuð sem tiltölulega einföld í útfærslu en þegar sendiherra Íslands tók að sér forystuhlutverk á vettvangi breyttust viðhorf Japana. Þá var ákveðið að sjálfur aðstoðarforstjóri verslunarrisans tæki á móti sendiherranum og yrði viðstaddur kynninguna. Sendiherrann fékk þjóðhöfðingjamóttökur við komuna að aðaldyrum verslunarinnar. Það vantaði að vísu rauða dregilinn en hann yrði örugglega dreginn fram ef sjálfan keisarann bæri að garði.

Loðna og diplómatísk samskipti þjóða

Kynningin í AEON varð enn áhrifameiri en ella þegar viðstaddir hlýddu á Stefán Hauk sendiherra lýsa æsku sinni og uppvexti í Vestmannaeyjum og tengja upplifun sína af loðnuvertíð heima við Japani og matarvenjur þeirra.

„Þarna var Íslandskort og grænn depill við suðurströndina. Ég benti á depilinn og sagði að loðnan kæmi frá þessari eyju. Sjálfur hefði ég fæðst þar 1959 og alist upp. Hluti af lífi míns fólks hefði verið að veiða fisk og verka fisk, til dæmis hefðu báðir afar mínir verið sjómenn.

Ég lýsti því þegar ég horfði sem strákur á bátana koma heim með fullfermi af loðnumiðum og stundum voru fulltrúar japanskra kaupenda á stjái að kanna magn og gæði aflans.

Ég gerði nokkuð úr því að loðnan, þessi litli fiskur, hefði gegnt lykilhlutverki í diplómatískum samskiptum Japans og Íslands nánast frá upphafi. Loðna væri fyrsta útflutningsvara Íslendinga til Japans og Eyjamenn í frumkvöðlahlutverki að þróa tækni í hrognavinnslu og ryðja braut í farsælu viðskiptasambandi við Japani allt frá því á fyrri hluta sjöunda áratugar liðinnar aldar.

Ég tók þátt í kynningarverkefninu með mikilli ánægju. AEON er mjög þekkt og stór verslanakeðja með gríðarlega veltu, meðal annars gæðaverslun með sjávarfang. Mjög mikið og gott skref fyrir Vinnslustöðina að vera orðin samstarfsaðili AEON!

Japanir eru afar sólgnir í loðnu og borða hana venjulega þurrkaða eða forgufusoðna, henda henni kannski aðeins á pönnu eða grill. AEON var með kokka á vettvangi sem kynntu nýja útfærslu loðnurétta, til dæmis djúpsteikta, ferska loðnu í orly deigi.

Sjálfur var ég leystur út með annað nýmæli, djúpsteikta loðnu í brauðmylsnu. Ég þurfti bara að hita réttinn þegar heim var komið, fékk mér majónes með og rifna gulrót og svo japanskt hrísgrjónavín, saki. Sérlega ljúffengt!

Auðvitað gætum við Íslendingar lært af Japönum að meta þennan prýðisgóða matfisk, loðnuna.“

Þá stendur ekki annað út af en að spyrja sendiherrann hverra manna hann sé, svo það sé nú alveg á hreinu. Ekki stendur á svari hjá Stefáni Hauki:

„Foreldrar mínir voru Minna í Skuld og Jóhannes í bankanum, Guðfinna Stefánsdóttir og Jóhannes Tómasson. Við erum sex systkin. Elsta systirin, Magga Rósa, býr í Luxemborg en í Eyjum eru tvíburasysturnar Ingunn Lísa og Iðunn Dísa, Erna og Tómas.

Ég er sem sagt Eyjamaður í húð og hár og horfi til þess að hlúa enn betur að rótunum. Þess vegna höfum við hjón nýlega keypt hús vestur á eyju og hlökkum til að dvelja þar og segja með sanni að við séum komin heim.“

  • Myndirnar eru teknar á kynningunni í Tókýó. Neðstu tvær eru hins vegar heima hjá Stefáni Hauki sendiherra þegar loðnan er komin á disk og svo tekur hann til matar síns!

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst