Aðalfundur Eyverja var haldinn sunnudaginn 27. febrúar. Þar var kjörin ný stjórn og þar er Arnar Gauti Egilsson nýr formaður. Við horfum björtum augum á framtíð félagsins og til komandi sveitastjórnarkostninga. Á aðalfundinum var samþykkt stjórnmálaályktun sem er svo hljóðandi:
„Eyverjar skora á ráðherra háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra til menntunar. Efling fjarnáms á háskólastigi er besta verkfærið að slíku markmiði og mikilvægt er að háskólastofnanir setji sér skýr og mælanleg markmið um eflingu fjarnáms til að auka jafnrétti og þar með frelsi Íslendinga til menntunar og búsetu.“
Nýkjörin stjórn Eyverja, félgs ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst