Síðastliðin 20 ár hef ég þjónustað Vestmannaeyinga og gesti við Vestmannaeyjaflugvöll og er þar hvergi hættur.
Nú er kominn tími til að gera meira og hef ég því ákveðið að bjóða mig fram í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í komandi prófkjöri. Með því vil ég leggja mitt af mörkum til að þjónusta samfélagið okkar.
Hvet ég aðra til að gera slíkt hið sama því með breiðum og fjölbreyttum hópi einstaklinga getur samfélagið tekið miklum framförum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst