ÍBV Íþróttafélag fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á hátíðlegri athöfn föstudaginn 8. apríl þegar nýjir búningsklefar félagsins voru teknir formlega í notkun. Báðar deildir félagsins, knattspyrnudeild og handknattleiksdeild fengu viðurkenningu auk aðalstjórnar. Það var Elías Atlasson verkefnastjóri hjá ÍSÍ sem afhenti forystufólki félagsins viðurkenningarnar að viðstöddu fjölmenni. Á myndinni frá vinstri eru Elías Atlason ÍSÍ, Þór Ísfeld Vilhjálmsson formaður ÍBV Íþróttafélags, Daníel Geir Moritz formaður knattspyrnudeildar og Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar. Myndina tók Sigfús Gunnar Guðmundsson.„Það er okkur hjá ÍBV Íþróttafélagi mikið ánægjuefni að hafa endurnýjað viðurkenninguna sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ í annað sinn. Að vera Fyrirmyndarfélag veitir okkur ákveðið aðhald við að yfirfara skipulag, markmið og verkferla félagsins reglulega og hafa þá aðgengilega í handbók sem nýtist öllum starfsmönnum og sjálfboðaliðum félagsins. Þetta er mjög mikilvægt og veitir ákveðinn gæðastimpil sem skilar sér í betra og skipulagðara starfi“ sagði Sigríður Inga Kristmannsdóttir íþróttafulltrúi ÍBV af þessu tilefni.
Golfklúbbur Vestmannaeyja fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ föstudaginn 8. apríl síðastliðinn. Það var Leifur Jóhannesson stjórnarmaður og formaður unglinga- og afreksnefndar golfklúbbsins sem tók við viðurkenningunni úr hendi Elíasar Atlasonar verkefnastjóra hjá ÍSÍ í fallegu veðri á golfvellinum í Vestmannaeyjum.„Við í Golfklúbbi Vestmannaeyja erum stolt af viðurkenningu ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélag. Að vinna eftir Fyrirmyndarhandbók félagsins hefur gert starfið mun skilvirkara og öflugra“ sagði Karl Haraldsson golfkennari af þessu tilefni.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.