Sunnudaginn 24. apríl n.k. er Stóri plokkdagurinn og í tilefni dagsins verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Nú hefur takmörkunum vegna Covid verið aflétt og því mögulegt að halda daginn hátíðlegan á ný.
Dagur þessi er að sjálfsögðu hugsaður sem fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera Heimaey enn fallegri.
Hugmyndin er að byrjað verði kl. 11.00 á Stakkagerðistúni þar sem pokum og plokktöngum (fyrir fyrstu sem koma) verður úthlutað. Klukkan 12:30 verður svo grillveisla í boði Bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar á sama stað.
Einnig er skorað á íbúa og fyrirtæki að þeir gangi í það að hreinsa af lóðum sínum og nærumhverfi. Þannig verður bærinn okkar hreinn og fagur fyrir sumarið.
Helstu PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI
Félagasamtök og hópar sem vilja taka þátt í deginum og fá úthlutað svæði er bent á að hafa samband á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is.
Með fyrirfram þökk
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmanneayjabæjar
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst