Pönnukökur með sykri - úrslitaeinvígi ÍBV og Vals
27. maí, 2022

Á morgun, laugardaginn 28. maí kl. 16:00, fer fram fjórði leikurinn í úrslitaeinvígi ÍBV og Vals í handbolta karla. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Val og því mikil spenna fyrir næsta leik, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Blaðamaður tók hús á Kára Kristjáni til að fara yfir stöðuna hjá liðinu.

Það lá vel á Kára, enda var hann nýbúinn að slá upp pönnukökuveislu fyrir strákana í liðinu. “Við vorum bara að hrista liðið saman með smá leik og fjöri, svo gaf ég þeim ylvolgar pönnukökur með sykri, þetta gerist ekki betra. Við erum bjartsýnir og það þýðir ekkert annað en að stefna á sigur í þessum leik.” Segir Kári.

Nú var mjótt á munum í síðasta leik og bæði lið greinilega mjög jöfn að styrkleikum. Hver er aðalmunurinn á þessum tveimur liðum að þínu mati?
“Við erum varnarsinnaðri í okkar leik, okkar styrkur liggur þar á meðan Valur vill keyra upp hraðari leik og sleppa við að lenda í vörninni okkar. Við erum líklega númeri stærri líkamlega, svo það kemur ekki á óvart.”

Hvernig er dögunum varið í undirbúning á milli leikjanna núna?
“Nú erum við á þeim stað á tímabilinu að allir vita allt um alla, það er búið að leikgreina allt upp í topp á báða bóga. Svo það aðallega hugarfarið og þetta blessaða dagsform sem skiptir öllu máli núna. Við finnum líka vel fyrir stuðningsmannaliðinu í stúkunni, það skiptir alveg máli, ekki síst í leikjunum uppi á landi”

Við óskum Kára og öllum leikmönnum ÍBV góðs gengis í leiknum á morgun og hvetjum allt Eyjafólk til að mæta á völlinn og styðja sitt lið til sigurs.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.