Orkumótið - Landsleikir og glæsileg kvöldvaka með Jóni Jónssyni

Föstudagskvöldið fóru fram tveir landsleikir skipaðir fulltrúum frá öllum 38 félögunum á mótinu. Fyrirkomulagið er þannig að leiknir eru tveir leikir samhliða.  Landslið á móti Pressuliði, raðað er í liðin af handahófi. Úr varð hin besta skemmtun og mikil spenna í lokin en þannig fór að Landsliðið skoraði 7 mörk gegn 6 mörkum Pressunnar.

Fyrir landsliðið skoruðu: Víkingur Hrafn Þórhallsson FH 2, Benedikt Andri J Andrason Víkingi R. 1, Aron Ingi Skarphéðinsson Álftanesi 1, Guðni Bent Helgason Tindastóli 1, Agnar Nóel Hallsson Breiðabliki 1 og Elmar Smári Hjartarson Hamri 1. Fyrir Pressuna skoruðu: Viktor Nóel Sveinsson Keflavík 2, Kári Steinn Ásgeirsson ÍR 1, Erik Máni Robertoson Breiðabliki 1, Hjalti Kiljan Friðriksson KFR 1 og Emil Ágúst Hilmarsson Haukum 1.

Eftir landsleik héldu vallargestir upp við íþróttamiðstöð þar sem Jón Jónsson tók við að skemmta peyjunum sem tóku vel undir í blíðunni og úr varð hin besta skemmtun.

Mynd og texti af síðu Orkumótsins.

 

Nýjustu fréttir

Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.