Félagið okkar í mestu ógöngum frá stofnun ÍBV íþróttafélags 
15. júlí, 2022

Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags gaf í gær út yfirlýsingu þar sem hún óskar þess að Þjóðhátíð fari fram með friði og spekt.

Áður hafði aðalstjórn tekið ólöglega og ranga ákvörðun sem hún vissi að myndi sprengja félagið, en fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins hafði tjáð núverandi framkvæmdastjóra það áður en ákvörðunin var tekin að sú yrði afleiðingin.

Hver er ákvörðunin?

Hver er ákvörðunin? Að það umframfé (hagnaður) sem til verður hjá ÍBV íþróttafélagi sem m.a. verður til við fjáraflanir félagsins og heildarsamninga við fyrirtæki hefur hingað til verið skipt 50/50 milli handknattleiks-  og knattspyrnudeildar, verði skipt 64,29% til knattspyrnudeildar og 35,71% til handknattleiksdeildar.

Á árinu 2021 nam hagnaðurinn 67.000.000 kr. og í staðinn fyrir að báðar deildir fengju 33.500.000 kr. eða 50% eins og verið hefur frá stofnun þess, fékk handknattleiksdeildin 23,9 milljónir og knattspyrnudeild 43 milljónir.

Risastór ákvörðun illa ígrunduð

Þessi risastóra ákvörðun aðalstjórnar var illa ígrunduð og ekki haft nægjanlegt samráð við deildir og félagsmenn. Ákvörðuninn var tilkynnt í tölvupósti og það tekið skýrt fram að þetta sé ákvörðun aðalstjórnar, svona sé þetta og svona verði þetta héðan í frá.

Nú boðar aðalstjórn félagsins frestun á frekari áhrifum þessarar ákvörðunar. Það er eftir að búið er að skipta 67 milljónum innan félagsins með þessum ranga hætti auk þess sem búið er að hafa samband við stóra styrktaraðila og fá þá til að gera heildarsamninga með þessum sama hætti.

“Bara byrjunin á þeirri leiðréttingu sem þarf að fara fram”

Leikmenn og þjálfarar handboltans héldu fund með aðalstjórn sl. miðvikudag. Á þeim fundi fóru leikmenn og þjálfarar margoft yfir það með aðalstjórn að draga þessa ákvörðun til baka og koma saman nefnd og þá í framhaldi kæmi handknattleiksfólkið og myndi klára sitt verk fyrir félagið eins og alltaf.

Í framhaldi barst handboltanum tölvupóstur frá einum stjórnarmanni í aðalstjórn sem hefur lítið tjáð sig um málið á öllum þeim fundum sem haldnir hafa verið.  Í tölvupóstinum sagði m.a. þetta um ákvörðunina sem aðalstjórn tók þann 15. mars sl.

„Hún er bara byrjunin á þeirri leiðréttingu sem þarf að fara fram.”

Hvað næst – skipting upp á 75/25 eða 90/10?

Er nema von að þeir sem standa að handboltanum í Vestmannaeyjum spyrji sig hvert aðalstjórn félagsins stefni í þessu máli. Er það skipting upp á 75/25 eða 90/10?

Aðalstjórn sem hefur tekið ákvörðun sem er “bara byrjunin á þeirri leiðréttingu sem þarf að fara fram” er auðvitað ekki að fara að draga fyrri ákvörðun til baka.

Hvað þarf til – til að ná sáttum?

Hvað stendur útaf í dag til að ná sátt hjá ÍBV? Bara til að halda öllu til haga, þá er þetta sem stendur útaf til þess að ná sátt í félaginu:

  1. Aðalstjórn dragi ákvörðun til baka, eins og hefur verið rætt um margoft við hana.
  2. Nefnd verði skipuð með samþykki handknattleiks- og knattspyrnuráðum félagsins sem fer ítarlega  yfir umrætt mál.

Nú getur hver sem er í félaginu tekið afstöðu til þessara sáttatillagna, en ofangreindar tillögur okkar fóru fyrir fund aðalstjórnar í gær og fengu því miður ekki góðar undirtektir.

Svo það sé sagt þá hefur handknattleiksforystan ítrekað reynt allt til að sanna tilverurétt sinn innan félagsins fyrir framkvæmdastjóra og aðalstjórn félagsins síðustu mánuði.

Þegar ég mun gera skil á samskiptum mínum  við framkvæmdastjóra og aðalstjórn síðustu mánuði getur hver og einn gert upp hug sinn hvort það sé handbolta-armurinn eða framkvæmdastjóri og aðalstjórn sem sé um að kenna í þessum málum.

Vinnubrögðin leitt til vantrausts

Enn ein staðfesting á að hugur fylgi ekki máli hjá aðalstjórn er að á sama degi og stjórnin biður um frið og spekt fram yfir Þjóðhátíð og áður en nokkur veit af afstöðu aðalstjórnar skuli ákveðið af sama fólki að færa brennu-fjáröflun handboltans yfir til knattspyrnunnar. Er það í anda friðar og spektar?

Traustið á aðalstjórn og yfirstjórn félagsins er farið með þeirra vinnubrögðum, sem leitt hefur félagið í sínar mestu ógöngur frá stofnun þess.

Daði Pálsson.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst