Samstarfssamningur um Snemmbæran stuðning undirritaður

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Katrín Ósk Þráinsdóttir, læsisfræðingur hjá Menntamálastofnun skrifuðu í morgun undir samstarfssamning um verkefnið Snemmbær stuðningur með áherslu á málþroska og læsi.

Snemmbær stuðningur er þróunarverkefni í leikskólum sveitarfélagsins til eins árs og fór undirskriftin fram í viðurvist starfsfólks leikskólanna. Við sama tækifæri afhenti Katrín Ósk leikskólunum veglegar bókagjafir með fjölbreyttu málörvunarefni fyrir hönd Menntamálastofnunar. Hlutverk Menntamálastofnunar er m.a. að veita sveitarfélaginu stuðning og ráðgjöf við að ná markmiðum sínum og þá er hlutverk Vestmannaeyjabæjar m.a. að tryggja að lykilstarfsmenn leikskóla fái svigrúm til að sinna verkefninu á meðan því stendur.

Að lokinni undirskrift tók við þétt fræðsludagskrá fyrir starfsfólk leikskólanna sem var helguð verkefninu. Var sú fræðsla í höndum Halldóru Guðlaugar Helgadóttur, verkefnastjóra verkefnisins og Ásthildar Bj. Snorradóttur, talmeinafræðings.

Umrætt verkefni var þróað af Ásthildi Bj. Snorradóttur þar sem lögð er áhersla á að auka þekkingu og hæfni alls starfsfólks leikskólanna með það fyrir augum að öll börn fái íhlutun og áskoranir við hæfi í leik og starfi þar sem málþroskinn er kjarninn. Inngrip verður markvissara og starfsfólkið styrkist í starfi.

 

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.