ÍBV og Fram skildu jöfn, 2:2, í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Hásteinsvelli í dag. Þegar ein umferð er eftir í deildinni er ÍBV í níunda sæti með 20 stig. Guðmundur Magnússon skoraði mörk Framara en Alex Freyr Hilmarsson og Telmo Castanheira skoruðu fyrir ÍBV. Leikurinn var fjörugur og átti ÍBV möguleika á að ná í stigin þrjú á lokasekúndunni en inn fór boltinn ekki.
Eyjamenn náðu með stiginu að tryggja sér eitt af þremur efstu sætunum í neðri hluta úrslitakeppninnar og fá þrjá heimaleiki á móti tveimur útileikjum. Baráttan um níunda sætið er við FH sem er í ellefta sæti með 19 stig.
ÍA og Leiknir eiga innbyrðisleik í síðustu umferðinni. FH mætir Stjörnunni í Garðabænum og ÍBV leikur gegn Breiðabliki á útvelli. Verðugt verkefni og þrjú stig úr þeim leik styrkir stöðu Eyjamanna í úrslitakeppninni.
Mynd Sigfús Gunnar – Eyjamenn fagna marki.
Breiðablik | 21 | 52:23 | 48 |
Víkingur R. | 21 | 56:30 | 42 |
KA | 21 | 44:26 | 40 |
Valur | 21 | 38:31 | 32 |
KR | 21 | 35:32 | 30 |
Stjarnan | 21 | 38:41 | 28 |
Fram | 21 | 40:43 | 25 |
Keflavík | 21 | 31:36 | 25 |
ÍBV | 21 | 33:41 | 20 |
FH | 21 | 26:33 | 19 |
Leiknir R. | 21 | 19:48 | 17 |
ÍA | 21 | 23:51 | 15 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst