Nú er sumarvinnu Vestmannaeyjabæjar lokið

Nú fer senn að líða að vetri og ekki seinna vænna en að horfa yfir farinn veg. Í sumar voru tveir umhverfis hópar starfandi hjá okkur og voru um 40 einstaklingar 17 ára og eldri í sumarstörfum.

Um 40 einstaklingar voru starfandi hjá Vestmannaeyjabæ við umhverfisstörf í sumar. Starfræktir voru tveir hópar sem störfuðu undir stjórn Breka Ómarssonar og Ásgeirs H. Hjaltalíns. Með hópunum starfaði Eríkur Ómar Sæland garðyrkjufræðingur sem veitti góða ráðgjöf og stuðning. Eiríkur hefur aðstoðað Vestmannaeyjabæ síðustu ár og hefur hann komið inn með góða þekkingu sem nýst hefur hópunum vel.

Í sumar var einnig starfræktur Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar en þar hafa ungmenni frá 8. – 10. bekk tækifæri til þess að sækja um starf við umhverfisstörf. Um 60 ungmenni voru starfandi hjá bænum í sumar og gekk vinnan þeirra vel.

Af vef Vestmannaeyjarbæjar þar sem hægt er að skoða nokkrar myndir sem fengnar voru að láni frá Eiríki um hluta af því starfi sem unnið var í sumar.

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.