Guðrún Erlings heldur kröftuga afmælistónleika

„Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að ég verð 60 ára þann 18. október. Ég á hlut í öllum lögunum, annað hvort bæði lag og texti  og þýðingar eða íslenska texta við erlend rokk og gospellög. Auk þess verður flutt lag sem ég samdi við rúmlega 130 ára gamalt ljóð Hannesar Hafstein og svo texti við lag Snorra Karls Pálssonar,“ segir Guðrún Erlingsdóttir, Eyjakona, fyrrum bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Vestmannaeyja, formaður Verslunarmannafélagsins með meiru.

„Rokkkór Íslands og Vox Gospel sem er Gospelkór Hjallakirkju syngja á tónleikunum en ég syng í báðum kórunum. Kórstjóri beggja kóranna er Matthías V. Baldursson sem einnig spilar á píanó  og útsetur meirihluta laganna.

Þar sem umhverfismál og endurnýting eru í algleymi þá taka þrír einsöngvarar úr kórnum lagið, Tómas Guðmundsson, Áslaug Helga Hálfdánardóttir og Kristjana Þórey Ólafsdóttir, Eyjamær. Karlasveit Rokkkórins sem kemur í fyrsta skipti fram undir því nafni tekur eitt lag. Sönghópurinn Raddadadda en liðsmenn hans eru í kórnum taka nokkur lög og svo kemur nýstofnaður sönghópur eyjamanna í Rokkkórnum, Eyjapysjur í fyrsta skipti fram en í honum eru auk mín, Andrea Gísladóttir, Bjartey Sigurðardóttir, Árni Ingimarsson, Kristjana Þórey Ólafsdóttir, Petra Fanney Bragadóttir og Sísí Ástþórsdóttir.

Auk Matthíasar sem spilar á píanó og á ættir að rekja til Eyja spilar Sigurgeir Sigmundsson á gítar, hann er mörgum Eyjamönnum kunnur en hann var framkvæmdastjóri Týs í nokkur ár.

Tónleikarnir verða í Hjallakirkju  kl. 16.00 á laugardaginn 15. október. Það eru allir velkomnir og það væri gaman að fagna tímamótunum með vinum, ættingjum og samferðarmönnum.

Dagskráin verður fjölbreytt, allt frá ballöðum upp í kröftugt gospel og rokk. Ný lög eftir mig í bland við eldri og nýjar og eldri þýðingar og textar,“ sagði Guðrún.

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.