Öflugur leiðangur til Kubuneh í Gambíu

Nú er undirbúningur fyrir næstu ferð í fullum gangi. 1.nóvember næstkomandi fljúgum við frá Íslandi, millilendum í Gatwick og tökum svo 6 tíma flug niður til Gambíu. Í þessa ferð fara með okkur Þórunn Pálsdóttir ljósmóðir, Nanna Klausen hjúkrunarfræðingur, Arngrímur Vilhjálmsson (Addi) heilsugæslulæknir og Konstantinas Zapivalovas (Kosti) múrari.

Daði og Kostas ætla að steypa innkeyrslu og bílaplan fyrir sjúkrabílinn og að sjálfsögðu kenna strákunum úti réttu vinnubrögðin svo þeir geti svo nýtt sér þekkinguna áfram.

Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem við förum út með lækni og hjúkrunarfræðing eigum við eftir að sjá betur þegar við erum komin á staðin hvernig hlutverk þeirra verður. Þau munu að sjálfsögðu gera starfsfókið okkar að betri starfsmönnum með því að koma til þeirra meiri og betri þekkingu en þau hafa nú þegar. Svo það eru spennandi tímar framundan.

Þetta kemur fram á FB-síðu Kubuneh.

Allir skipta máli rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Til að fjármagna það verkefni rekur félagið verslun í Vestmannaeyjum og selur “second hand” fatnað. Verslunin ber nafnið Kubuneh eins og þorpið.

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.