Ungfrú Suðurland krýnd í kvöld


Alls taka tólf stúlkur þátt í keppninni í ár og munu þær koma fram sjö sinnum um kvöldið í fötum frá verslununum Central, Oroblu og Sportbæ. Hárgreiðsla og förðun á stúlkunum er í höndum starfsmanna Stofunnar á Selfossi.

Á milli atriða verða margvíslegar uppákomur eins og söngatriði frá Johönnu Wiklund, strákarnir í hljómsveitinni Oxford stíga á stokk og hinn síkáti kynnir Bessi hressi slær á létta strengi.
Á miðnætti verða veitt verðlaun fyrir fyrsta til þriðja sæti í keppninni. �?ar að auki verða veitt verðlaun fyrir titilinn vinsælasta stúlkan, sportstúlkan, ljósmyndafyrirsætan og netstúlkan, sem hægt er að kjósa um á vefsíðunni ungfruisland.is.

Aðgangseyrir á keppnina er 5500 krónur og er innfalin þriggja rétta hátíðarkvöldverður. Keppnin hefst klukkan 19:00 en áhugasömum er bent á að hægt verður að mæta sérstaklega á verðlaunaafhendinguna.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.